Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 57
EYÐIBÝLI I HELGAFELLSSVEIT
61
fyrir allan búfénað og mikil veðursæld í norðanátt. Silungsveiði góð
er í firðinum við túnfótinn og í lækjum, sem í fjarðarbotninn falla.
Þjóðvegur liggur meðfram túninu. Sjálfrennandi lindarvatn býður
sig fram í bæ og gripahús. 1 jarðabók Á. M. er (ekki orðrétt) sagt svo
um þessa jörð: „Péturshús. Aðrir kalla Fjarðarhorn. Nýbýli upp-
byggt í landi Þórólfsstaða, sem nú kallast Hlíð, sem skriða hefur að
mestu aftekið. Kóngsjörð, ein af Stapaumboðsjörðum. Ábúandi Guð-
mundur Magnússon. Landsk. 30 áln., sem greiðist með 9 fjórð. fiska.
Leigukúgildi 2. Túnið svo nær ekkert enn nú. Engjar miklar og góð-
ar. Hagar í bezta máta. Vetrarþungt. Kvikfénaður er: 3 kýr og kálf-
ur, 21 sauðkind, 3 hross. Heimilismenn 5. Bát á ábúandi, sem sjaldan
gengur til fiskjar“. Síðasti ábúandi á Fjarðarhorni var Ólafur Matt-
híasson. Bjó hann með systur sinni Guðrúnu. Jörðin féll í eyði 1945.
35. Árnabotn.
Þetta er lítið býli, sem tekur við af Fjarðarhornslandi og liggur
inn í dalbotninn. Túnið er lítið, en það er greiðfært og grasgefið.
Engjar allar liggja út frá túninu, greiðfærar og grasgefnar. Jörðin
á land þvert yfir dalinn og allt vestur á miðjan Tröllaháls. Jörðinni
tilheyrir fjallland allt suður af dalnum. Alt er þetta mikið kostaland
fyrir búfénað. Snjóþungt er hér að jafnaði á vetrum, en hér er kosta-
ríkt og heilnæmt fyrir fénað, þá snjó leysir upp. Jörð grær snemma
á vorin og norðannæðinga gætir hér ekki. Hér er bæði vorgott og
vor- og sumarfegurð mikil. Líklegt er, að jörð þessi byggist ekki
aftur sem sjálfstæð jörð. Síðastir búendur hér voru hjónin Sæmund-
ur Guðmundsson og Elín Bjarnadóttir. Bæði voru þau dugmikil og
hagsýn. Þau komu hér upp stórum hóp mannvænlegra barna. Jörðin
féll í eyði 1921.
36. Þórustaðir á Straumhlíð.
Á Straumhlíð í Fjarðarhornslandi liggur eyðijörðin Þórustaðir.
Bærinn hefur staðið vestan Hraunsfjarðar, gegnt Fjarðarhorni. Þar
sér fyrir húsarústum og leifum af túngarði. Aurskriður hafa fallið
yfir túnið og umrótað mannvirkjum, svo að rústir eru óljósar. Nátt-
úruöfl hafa hér valdið því, að saga þessa forna lögbýlis er nú öll,
land hennar er fyrir löngu lagt undir Fjarðarhorn og Árnabotn.
1 jarðabók Á. M. 1702 er jörðin nefnd Þórólfsstaðir eða Hlíð. Hér í
grennd hefur hún verið nefnd Þórustaðir og mun það vera frum-