Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Blaðsíða 58
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS legra. Enginn veit nú deili á þeim, sem numið hefur þetta býli, lík- lega hefur hann verið nákominn Auðunni stota, því vafalaust hefur hann numið allan dalinn upp frá Hraunsfirði og byggt svo aftur út frá sér. Eftir því, sem ráða má á nefndri jarðabók, hafa Þórustaðir fallið í eyði 1703 eða 1704. Má fullyrða, að býlið hafi ekki byggzt aftur. Síðasti ábúandi þar Oddur Þorsteinsson og heimilismenn 5. f sömu jarðabók er Einar Einarsson í Hlíð, þ. e. Þórustöðum, talinn eigandi að Fagurey á Breiðafirði. Líklega hefur hann búið á Þóru- stöðum á undan Oddi og svo verið kenndur við Hlíð. En ekki hefur hann verið blásnauður, því Fagurey hefur verið talin ein af beztu eyjajörðum á Breiðafirði, þótt nú sé hún fallin í eyði sem fleiri eyjajarðir. 37. Baulárvellir. Jörðin er heiðarbýli. Land hennar liggur á Vatnaheiði og um- hverfis Baulárvallavatn. Ekki er vitað, á hvaða tíma byggð hófst þar, en sennilegt mætti telja, að býlið hefði byggzt á því tímabili, sem fjölbýli var hér mest. Á móti því mælir þó það, að býlisins er ekki getið í jarðabók Árna Magnússonar, sem hér í sýslu var samantekin árin 1702 — 1712. Verið gæti, að býlið hefði þá legið í eyði og að gleymzt hefði að geta þess. En víst er, að Baulárvellir voru lögskila- jörð fram á síðari hluta 19. aldar. Bærinn Baulárvellir stóð á austur- bakka Baulár, lítinn spöl suður frá Baulárvallavatni. Tún hefur ekki verið stórt, en útengi er þar mikið og gott. Jörðinni hefur tilheyrt stórt og mjög kostaríkt land. Silungsveiði í vatninu var mikil og góð, einnig á vetrum. Oft var þar hagasælt fyrir búfénað framan af vetri, en vanalega vetrarhart síðari hluta vetrar, og leysti seint snjó á vorin. Þótt landið sé kostaríkt og sumarfegurð mikil, er líklegt, að jörðin byggist ékki aftur. Veldur því einangrun, erfiðir aðdrættir og fleiri ókostir, sem fjallabýlum fylgja. Jörðin féll síðast í eyði árið 1864. Síðustu búendur þar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Björg Erlendsdóttir, síðar búendur á Berserkjahrauni og Selvöllum í sömu sveit. Eigandi Baulárvalla um miðja 19. öld var Arnfinnur Arnfinnsson, langafi Sigurðar Ágústssonar, núveranda kaupmanns og alþingis- manns í Stykkishólmi. Hann lét lögfesta eignarrétt sinn á jörðinni með tilgreindum mjög skýrum landamerkjum. Af því að lögfesting þessi er að ýmsu leyti merkileg og hefur um langt skeið á einskis manns vitorði verið, verður hún skráð hér eftir frumriti, orðrétt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.