Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
legra. Enginn veit nú deili á þeim, sem numið hefur þetta býli, lík-
lega hefur hann verið nákominn Auðunni stota, því vafalaust hefur
hann numið allan dalinn upp frá Hraunsfirði og byggt svo aftur út
frá sér. Eftir því, sem ráða má á nefndri jarðabók, hafa Þórustaðir
fallið í eyði 1703 eða 1704. Má fullyrða, að býlið hafi ekki byggzt
aftur. Síðasti ábúandi þar Oddur Þorsteinsson og heimilismenn 5. f
sömu jarðabók er Einar Einarsson í Hlíð, þ. e. Þórustöðum, talinn
eigandi að Fagurey á Breiðafirði. Líklega hefur hann búið á Þóru-
stöðum á undan Oddi og svo verið kenndur við Hlíð. En ekki hefur
hann verið blásnauður, því Fagurey hefur verið talin ein af beztu
eyjajörðum á Breiðafirði, þótt nú sé hún fallin í eyði sem fleiri
eyjajarðir.
37. Baulárvellir.
Jörðin er heiðarbýli. Land hennar liggur á Vatnaheiði og um-
hverfis Baulárvallavatn. Ekki er vitað, á hvaða tíma byggð hófst þar,
en sennilegt mætti telja, að býlið hefði byggzt á því tímabili, sem
fjölbýli var hér mest. Á móti því mælir þó það, að býlisins er ekki
getið í jarðabók Árna Magnússonar, sem hér í sýslu var samantekin
árin 1702 — 1712. Verið gæti, að býlið hefði þá legið í eyði og að
gleymzt hefði að geta þess. En víst er, að Baulárvellir voru lögskila-
jörð fram á síðari hluta 19. aldar. Bærinn Baulárvellir stóð á austur-
bakka Baulár, lítinn spöl suður frá Baulárvallavatni. Tún hefur ekki
verið stórt, en útengi er þar mikið og gott. Jörðinni hefur tilheyrt
stórt og mjög kostaríkt land. Silungsveiði í vatninu var mikil og góð,
einnig á vetrum. Oft var þar hagasælt fyrir búfénað framan af vetri,
en vanalega vetrarhart síðari hluta vetrar, og leysti seint snjó á
vorin. Þótt landið sé kostaríkt og sumarfegurð mikil, er líklegt, að
jörðin byggist ékki aftur. Veldur því einangrun, erfiðir aðdrættir og
fleiri ókostir, sem fjallabýlum fylgja. Jörðin féll síðast í eyði árið
1864. Síðustu búendur þar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Björg
Erlendsdóttir, síðar búendur á Berserkjahrauni og Selvöllum í sömu
sveit.
Eigandi Baulárvalla um miðja 19. öld var Arnfinnur Arnfinnsson,
langafi Sigurðar Ágústssonar, núveranda kaupmanns og alþingis-
manns í Stykkishólmi. Hann lét lögfesta eignarrétt sinn á jörðinni
með tilgreindum mjög skýrum landamerkjum. Af því að lögfesting
þessi er að ýmsu leyti merkileg og hefur um langt skeið á einskis
manns vitorði verið, verður hún skráð hér eftir frumriti, orðrétt að