Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 60
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Upplesið fyrir manntalsþingarétti að Stykkishólmi þann 7. júní 1847. Testeror A. Thorsteinson. Eyktamörk, sem landnámsmenn settu á hverju byggðu býli, eru eitt af því, sem fallið er í gleymskunnar djúp á eyðibýlum. Jafnvel á byggðum býlum hverfa þau í gleymsku smátt og smátt. Þetta er mikill skaði. Er því ekki minni ástæða til að skrásetja þau, sem enn þekkjast, heldur en örnefni. Hvort tveggja er jafnsjálfsagt. Það er undrunarvert, hve vel landnemum hefur tekizt að setja eyktamörkin rétt. Ber það vott um mikla athyglisgáfu og vizku. Svo vel vill til, að eyktamörk á Baulárvöllum eru ekki með öllu glötuð. Þau eru færð í ljóðlínur. Og þótt sá skáldskapur sé ekki háfleygur, hefur hann bjargað þeim frá því að falla í algera gleymsku. Þykir því réttmætt að lofa þessum ljóðlínum að fljóta með því, sem á undan er skráð um Baulárvelli: Dagmálin á Dofrahnúk. Miðaftan á Breiðuborg á Baulárvöllum. Hádegið á Stakki. Náttmálin á Nípufjöllum. Miðdegi á Möðruhnvík. Nú hef ég greint frá eyktum öllum. Nón er úti á Klakki. (Okunnur höfundur.) Lokaspjall. Hér verður staðar numið um lýsingu á eyðibýlum í Helgafellssveit. Enn eru þó ótaldar nokkrar jarðir, sem fallið hafa í eyði á síðustu árum. Ekki er vonlaust um að eitthvað af þeim kunni að byggjast aftur, því sumar eru með standandi húsum yfir fólk og fénað. Marga kann að undra nábýli það, er hér hefur verið á fyrri öldum, en menn skulu athuga, að þá var landið kostaríkara og gjöfulla en nú á tím- um. Helgafellssveit var klædd nærri samfelldum skógi á landnáms- öld. Vott til þess má víða sjá. Búfénaður gekk því nær sjálfala í skóg- unum árið um kring. Landið var þá mikið forðabúr matar. Ár, vötn og lækir full af laxi og silungi. Gnægð af nytjafiski í sjó og víða skammt frá landsteinum. Mikill fjöldi sela við sjávarströndina og hvalrekar tíðir. Fuglalíf mikið og fjölbreytt. Allt þetta færði mikla og góða björg í bú. Þá var akuryrkja víða stunduð, ,sem enn sér merki til. Frá flestum jörðum í Helgafellssveit var stundað heimræði ein- hvern tíma ársins. Um það bera vitni fornir fiskhjallar og skipanaust.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.