Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 69
TÓFTIR 1 SNJÓÖLDUFJALLGARÐI 73 verið mikið yfir 2.50 m. 4.65 m vestan við dyr eystri kofans lágu göng inn í vestri kofann, þau voru um 2.30 m löng og rúmlega 40 sm breið. Utarlega í göngunum var þröskuldur, steindrangi, þvert yfir þau, 12 sm hár yfir gólfið. ,Rétt innan við hann lá steinn þvert yfir göngin i 65 sm hæð frá gólfi. Var aðeins brotið af öðrum enda hans, og má vera, að hann hafi legið þarna á sínum stað, en hafi þó verið nokkru hærra upphaflega. Ekki fannst annar dyraumbúnaður, og hvergi fundust neinar leifar af hurð. Innan við göngin var ferhyrnt gólf um 1.50 m á hvorn veg, og var vel manngengt á gólfinu. ,í gólf- inu var 10 sm þykk, hörð og flögótt gólfskán, mjög dökk að lit. Austurjaðar gólfsins var í beinu framhaldi af austurvegg ganganna. Beint inn af gólfinu var bálkur eða svefnstaður, frá 11/2 til 2 m að lengd frá gólfi að bergi, en um 175 sm á hinn veginn. í frambrún hans risu þrjár hellur á rönd, og var bálkurinn um 30 sm hærri en gólfið. Á honum var 5 — 10 sm þykkt lag af einhverjum jurtaleifum, að því er virtist einkum víðigreinum og grasi. Austan og vestan bálksins voru nokkrir steinar, en ekki mátti greina hverjir voru upp- haflegir á þeim stað eða hverjir voru úr efstu lögum veggjanna. Vest- ast í kofanum, vestan bálks ,og „gólfs“, var laust eða ótroðið lag af kolasalla og beinamylsnu, og voru fiskbein mest áberandi. í austur- brún þessa sorplags, vestan gólfsins, lágu þrír steinar, en mynduðu ekki eiginlega hleðslu. f innsta horni að vestan, í smugu á milli veggj- ar og bergs, lá hrúga af hrossleggjum, sem notaðir hafa verið sem kubbar á net. Ekki er víst, að þeir hafi verið faldir þarna. Austan við gólfið risu tvær hellur á rönd, og má þó vera, að hellan hafi upp- haflega verið ein, en sprungið síðar í tvennt.. Austan þeirra (og bálksins) var öskuhaugur, um 25 smhærri en gólfið. Neðst var askan ljós (viðaraska) og mikið af brunnum beinum í henni, en svartar koladrefjar innan um. Ofar var askan dekkri og mikið af óbrunnum beina- og viðarleifum í henni. Raunverulegt eldstæði fannst hvorki í kofunum né utan þeirra, en askan sýnir, að þar hefur þó verið kveiktur eldur. Veggir vestri kofans voru allt að 1.75 m að hæð, yfir- leitt hlaðnir úr flötum mósteinum og lengsta mál þeirra 20 — 60 sm. Upphaflega hafa veggirnir náð allt upp í skútarjáfrið, en vænta má, að efst hafi hleðslan verið óvönduð, líklega einhlaðin og þétt með mosa eða grasrót. Eins og að framan er sagt, hefur verið farið með eld í kofanum, og má því vænta, að raufar hafi verið á hleðslunni upp við bergið. Trúlegt er, að hellur, sem lágu niðri á utanverðum framveggnum, hafi verið notaðar sem hlerar fyrir vindaugu. Niðri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.