Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 69
TÓFTIR 1 SNJÓÖLDUFJALLGARÐI
73
verið mikið yfir 2.50 m. 4.65 m vestan við dyr eystri kofans lágu
göng inn í vestri kofann, þau voru um 2.30 m löng og rúmlega 40 sm
breið. Utarlega í göngunum var þröskuldur, steindrangi, þvert yfir
þau, 12 sm hár yfir gólfið. ,Rétt innan við hann lá steinn þvert yfir
göngin i 65 sm hæð frá gólfi. Var aðeins brotið af öðrum enda hans,
og má vera, að hann hafi legið þarna á sínum stað, en hafi þó verið
nokkru hærra upphaflega. Ekki fannst annar dyraumbúnaður, og
hvergi fundust neinar leifar af hurð. Innan við göngin var ferhyrnt
gólf um 1.50 m á hvorn veg, og var vel manngengt á gólfinu. ,í gólf-
inu var 10 sm þykk, hörð og flögótt gólfskán, mjög dökk að lit.
Austurjaðar gólfsins var í beinu framhaldi af austurvegg ganganna.
Beint inn af gólfinu var bálkur eða svefnstaður, frá 11/2 til 2 m að
lengd frá gólfi að bergi, en um 175 sm á hinn veginn. í frambrún
hans risu þrjár hellur á rönd, og var bálkurinn um 30 sm hærri en
gólfið. Á honum var 5 — 10 sm þykkt lag af einhverjum jurtaleifum,
að því er virtist einkum víðigreinum og grasi. Austan og vestan
bálksins voru nokkrir steinar, en ekki mátti greina hverjir voru upp-
haflegir á þeim stað eða hverjir voru úr efstu lögum veggjanna. Vest-
ast í kofanum, vestan bálks ,og „gólfs“, var laust eða ótroðið lag af
kolasalla og beinamylsnu, og voru fiskbein mest áberandi. í austur-
brún þessa sorplags, vestan gólfsins, lágu þrír steinar, en mynduðu
ekki eiginlega hleðslu. f innsta horni að vestan, í smugu á milli veggj-
ar og bergs, lá hrúga af hrossleggjum, sem notaðir hafa verið sem
kubbar á net. Ekki er víst, að þeir hafi verið faldir þarna. Austan
við gólfið risu tvær hellur á rönd, og má þó vera, að hellan hafi upp-
haflega verið ein, en sprungið síðar í tvennt.. Austan þeirra (og
bálksins) var öskuhaugur, um 25 smhærri en gólfið. Neðst var askan
ljós (viðaraska) og mikið af brunnum beinum í henni, en svartar
koladrefjar innan um. Ofar var askan dekkri og mikið af óbrunnum
beina- og viðarleifum í henni. Raunverulegt eldstæði fannst hvorki
í kofunum né utan þeirra, en askan sýnir, að þar hefur þó verið
kveiktur eldur. Veggir vestri kofans voru allt að 1.75 m að hæð, yfir-
leitt hlaðnir úr flötum mósteinum og lengsta mál þeirra 20 — 60 sm.
Upphaflega hafa veggirnir náð allt upp í skútarjáfrið, en vænta má,
að efst hafi hleðslan verið óvönduð, líklega einhlaðin og þétt með
mosa eða grasrót. Eins og að framan er sagt, hefur verið farið með
eld í kofanum, og má því vænta, að raufar hafi verið á hleðslunni
upp við bergið. Trúlegt er, að hellur, sem lágu niðri á utanverðum
framveggnum, hafi verið notaðar sem hlerar fyrir vindaugu. Niðri