Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 76
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kubbum eru líklega boraðar með oddmjóum hníf, en á 14 með nálægt
12 mm gildum bor. í þessum kubbum eru 5 efri endar af leggjum,
8 miðhlutar og 11 neðri endar leggja. Lengd kubbanna er frá 6 — 12
sm, en samanlögð lengd þeirra 2.05 m, og allir vega þeir 1965 gr. Tveir
kubbarnir, hvort tveggja neðri endar, eru einnig með gati þvert í
gegn rétt við hlassið og hafa líklega áður verið notaðir eins og eystri
kubbarnir (10. mynd). Þessir kubbar eru allir mjög lítið slitnir, en
þó aðeins máðir á brúnum og virðast vera yngri eða skemur notaðir
eða kannske hvort tveggja. Auk þess sem kubbar fundust í þessum
tveimur hrúgum fundust á öðrum stöðum 5 kubbar. í eystri tóft einn
langsboraður og einn þverboraður klofinn kubbur og í vestri kofa
tveir langsboraðir og einn þverboraður kubbur, hann var mjög forn-
legur og virðist vera klofinn úr einhverju stærra
beini en hrosslegg. Enn fremur fundust tvö brot úr
kubbum, sitt í hvorri tóft, sem eru þannig til orðin,
að þegar búið var að sagla þverskoru um legg, hefur
hann ekki brotnað um skoruna, heldur hefur sjálfur
leggurinn sprungið (11. mynd). Brotin eru allsmá og
geta bæði verið úr sama legg og virðast taka af öll
tvímæli um, að þar á staðnum hafi menn fengizt við
að gera kubba úr hrossleggj um.
Allmi'kið fannst af beinum og beinabrotum á víð
og dreif í kofunum, og einnig mátti sjá á ösku, að
miklu hafði verið brennt af beinum. Ekki fundust
svo víst sé önnur stórgripabein en netjakubbarnir, en
þó er vert að minna á hrossmjöðmina, sem þeir
Ingvar og Óskar fundu, þegar þeir sáu kofann fyrst.
Mest var þarna af kindabeinabrotum, hryggjarlið-
um, rifjum og lærleggjum, en bein úr fótum eða haus-
um fundust ekki. Sá möguleiki er því fyrir hendi, að
öll kindabeinin séu nestisbein, þótt það verði ekki sannað. Talsvert
var einnig þarna af fuglabeinum, en meira þó af fiskbeinum, einkum
í sorpinu. Þar á meðal var einn hryggjarliður og er bolur hans 1.9 —
2.3 sm í þvermál. Ekki er ljóst úr hvaða fiski hann er, en þess má
geta, að í Veiðivötnum veiðast allt að 8 kg þungir silungar, og má
vera, að liðurinn sé úr mjög stórum urriða.
Munir úr steini. Eins og fyrr er sagt fann Óskar í Holtsmúla
steinker í brekkunni framan við kofana (12. mynd). Það fluttum við
inn í vestri kofann. Kerið er úr mósteini, að utanmáli 67 sm langt,
11. mynd.
Leggbrot með
saglaðri skoru.
— Fragment of
bone, halfways
cut over.