Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 79
TÓFTIR 1 SNJÓÖLDUFJALLGARÐI 83 hafi jafnþykkt foksandslag verið lengur að myndast en eftir það, en ekki get ég áætlað, hve miklu það munar. Af því leiðir sú ályktun, að kofarnir hafi ekki verið yfirgefnir seinna en um aldamótin 1600 og líklega fyrr. Munir þeir, sem í kofunum fundust, og ástand þeirra eru ekki þannig, að af því megi ráða aldur kofanna. Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í vötnunum fyrir norðan Tungná. Nú eru þau venjulega nefnd Veiðivötn, en Fiskivötn er ann- að nafn á sömu vötnum, einkum notað í Skaftafellssýslu. Fyrst eru þau nefnd í Brennu-Njálssögu í sambandi við brennuferð Flosa, en það sýnir, að á dögum höfundar Njálu hefur fiskisæld vatnanna verið þekkt. Á fyrri öldum virðist veiðin hafa verið stunduð bæði úr Skaftártungu og Rangárvallasýslu, en hin síðustu 200 ár einkum úr Rangárvallasýslu og nokkuð úr Árnessýslu. Sveinn Pálsson segir í dagbók sinni 1763 (um Skaftártungu): „Áður fyrr voru stundaðar miklar silungsveiðar úr þessari sveit að haustinu, einkum uppi við Fiskivötn, sem liggja eina dagleið héðan til norður-norðvesturs, en þessi bjargræðisvegur lagðist niður nokkru eftir 1740, en að fullu í síðasta gosi. Frá þessum tíma eru enn þrír bátar við vötnin til engra nytja. . . . Auðsætt er, að í fyrri daga hafa margir farið til þessara vatna, því að umhverfis þau eru margar götur og breiðar, en auk þess sést þar enn fjöldinn allur af görðum, er notaðir hafa verið til þess að herða aflann á“. Árni Magnússon ræðir einnig um Fiskivötn í AM 213, 8vo. Þar segir meðal annars: „í Fiskivötnum veiða þeir mest í Novembri (quod fieri non deberet), er nógur silungur. Skálavatn, Tjaldvatn, Langavatn, Fossvatn eru þau sérlegustu, sem í er veitt“. Þetta eru sömu vötn og enn er mest veitt í í ofanverðum vötnunum, og virðist það ekki hafa breytzt neitt við eldgosin á 18. öld. Engar sagnir eru um veiði í vötnunum næst Snjóöldufjallgarði aðrar en útilegumanna- sögur, en Veiðivötn eru alkunnugt útilegumannapláss, og eru til gamlar og nýjar útilegumannasagnir þaðan. Sveinn Pálsson segir í dagbók 1795, ferð til fiskivatna: „í fyrndinni kvað samt mest hafa kveðið að veiðinni í Stóra-Sjó, en síðan hefur hún lagzt af vegna þess, að menn þóttust verða varir báta á norðanverðu vatninu og fleiri ummerkja eftir veiðiskap ókunnra manna“. Nú nýlega hefur allmikið verið reynt að veiða í Stóra-Sjó, Grænavatni og Ónýtavatni, en þar fékkst engin branda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.