Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Qupperneq 81
TÓFTIR I SNJÓÖLDUFJALLGARÐI 85 þar eð föksandurinn sléttar strax yfir þær. Ekki er því að leyna, að varasamt hefur verið að stunda veiðar við vötnin, ef byggðamenn hafa verið þar samtímis. Hins vegar er okkur svo ókunn veiðisaga vatnanna á fyrri öldum, að ekki tjóar að fara lengra út í þá sálma. Ekki er hægt að sanna né afsanna þessa skoðun mína af þeim hlut- um, sem í kofunum fundust. Öll beinin gætu verið nestisbein, en þar eð bein eru góður eldsmatur, má gera ráð fyrir, að þeim hafi flestum verið brennt. Auk þess gátu menn verið þarna í felum, þó þeir væru nestaðir úr byggð. f skútarjáfrinu fundust eins og fyrr segir nær 80 berghöld. Mér virðist sum þeirra hljóti að hafa verið gerð til að þurrka á þeim kjöt, en þó er hugsanlegt, að þau hafi aðeins verið notuð til að geyma þar hangikjöt, flutt þangað úr byggð. Samkvæmt stærð kofanna og mannvirkja í skútanum finnst mér eðlilegt að ætla, að þar hafi hafzt við tveir til fjórir menn. Þeir hafa búið þar í rúmgóðum húsakynnum, verið vel búnir að tólum og öðr- um áhöldum, svo sem netjum. Og þeir hafa búið þar alllengi, eins og sést á hinni 10 sm þykku gólfskán og því, hve mannvirkin eru mikil á staðnum. Loks má sjá, að þeir yfirgefa staðinn án alls flausturs og ætla sér að koma aftur, svo sem netjakubbarnir sýna, eða vísa öðrum á kofana, enda þótt ekki yrði úr því. Guðmundur Árnason í Múla á Landi segir í Árbók Ferðafélags ís- lands 1940: „1918 spjó Katla svo mikilli ösku yfir vatnasvæðið, að nærri kæfði allan gróður. Þá þvarr veiði svo í vötnunum, að eigi fékkst nema einn og einn „gamall horslápur“, en beinagrindur lágu með löndunum. Eftir 4—5 ár fór að votta fyrir ungviði og fór svo vaxandi næsta áratug. Þó telja Vatnamenn, að silungur hafi enn ekki náð sér að stærð og gæðum. Hann virðist eiga fremur erfitt upp- dráttar, því að reynslan hefur ætíð verið sú, að sé veiði stunduð í stórum stíl, t. d. 30 hestburðir í nokkur ár, þá hefur veiðin þorrið að miklum mun. Kom þá friðun af sjálfu sér“. Á 18. öld var veiði mjög lítið stunduð í Veiðivötnum eins og þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson og Sveinn Pálsson vitna. Eggert kennir um slóðaskap, en ætli skýring Guðmundar í Múla sé ekki skyn- samlegri? Að minnsta kosti voru eldgos bæði mikil og tíð á 18. öld í Öræfajökli, Vatnajökli, við Laka, í Heklu og Kötlu, og má ætla, að nokkrum sinnum hafi þá orðið verulegt öskufall í Veiðivötnum. Ekki er heldur fjarstæða að ætla, að íbúar kofanna í Snjóöldufjallgarði hafi neyðzt til að leita í burt þaðan vegna öskufalls, sem eyðilagt hafi veiði í vötnunum. Einhvern tíma síðar, þegar öskulög hjá Veiðivötn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.