Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 84
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS vitneskju um, hvað erlend söfn eiga af íslenzkum tréskurði, er von- andi, að skrárnar gefi nægilegar upplýsingar. I þeim eiga að vera ljósmyndir af merkilegustu mununum. Eins og eftirfarandi skrá sýnir, kom allt safnið af íslenzkum tré- skurði í Nordiska Museet á stuttum tíma. Að undanteknum 6 grip- um, sem komu á árunum 1874, 1875 og 1877, kom það allt saman á árunum milli 1882 og 1892. Gripirnir eru komnir frá nokkuð mörg- um einstökum söfnurum. En hér skulum vér aðeins nema staðar lítið eitt við einn þeirra, séra Helga Sigurðsson.1) Safn hans, 270 númer, kom til safnsins 1888. Af þeim eru 42 númer trémunir með útskornu skrautverki; er það stærsta sending af íslenzkum tréskurði, sem safninu hefur borizt í einu. Mjög mikilvægt er, að skrá Helga Sig- urðssonar með upplýsingum um hina einstöku gripi fylgdi með og er geymd í safninu. Þar er ekki minnst um vert, að skráin gerir grein fyrir, hvaðan hlutirnir séu komnir, að svo miklu leyti sem unnt hefur verið. Skráin er rituð í þrjú mismunandi þykk hefti. Yfirskrift minnsta heftisins er: Skrá yfir forngripi sr. Helga Sig- urðssonar á Akranesi. 1887. Flest númerin hafa hér aðeins fengið eina línu hvert. Heftið nær til nr. 250. Miðstóra heftið: Skrá yfir forngripi síra Helga Sigurðssonar á Akranesi. (Niðurröðun eptir Skránni til Uppsala.) 1887. Innihaldið er það sama og í minnsta heftinu (en nokkru minna um hvern einstakan hlut), til og með nr. 250. Síðan kemur: Eptirfylgjandi fornmunir fylgdu safninu, en finnast eigi í skýrslu síra Helga sál. Því næst fylgja 20 númer (1—20). Og að lokum eftirfarandi yfirlýsing: Vi Undertegnede som have været tilstede ved Modtagelsen og Ned- pakningen af en Deel oldnordiske Gjenstande iffilge ovenstaaende Specification som skal forsendes til det „Nordiska Museum“ i Stock- holm og adr. til „Dr. A. Hazelius“ bevidne herved at disse Sager ere forsvarlige og omhyggelige nedpakkede i en stærk og ny Kasse, saa at der fra Afladerens Side ikke kan gjfires mere for at beskytte disse Sager. Marbakki 12/10—88. Jón Sveinsson. Einar Guðmundsson. Vilhjálmur B. Þorvaldsson. J) Um ævi hans og störf og um ástæður fyrir því, að hann seldi Nordiska Museet safn sitt, hefur dr. Matthías Þórðarson ritað fróðlega ritgerð í „ís- lenzkir listamenn" I, bls. 46 — 66. (Rit Listvinafélags íslands I, Reykjavík 1920.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.