Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLÁGSINS
7. Ef til vill aðrar upplýsingar frá innfærsluskýrslu og skrám.
(Ef unnt er upplýsingar um tréskerann.)
8. Tilvitnanir. (Hvar getið sé og um myndir, hvar birzt hafi.)
Mér hefur fundizt réttast að taka einungis tiltölulega áreiðanlegar
upplýsingar með. Þar sem lítið eða ekkert er að halda sér við, þegar
um er að ræða að finna aldur og uppruna hlutanna og hver trésker-
inn hefur verið, hygg ég, að bezt muni vera að vera varkár í ágizk-
unum, þar til fengin er meiri alhliða þekking á öllu því, sem varð-
veitt er af íslenzkri tréskurðarlist.
Öll mál eru gefin í sm, þar sem annað er ekki tekið fram. Sem
venjuleg regla gildir, að gefin eru stærstu mál. Orðin hægri og vinstri
eru ekki notuð í „heraldiskri“ merkingu, heldur þannig, að vinstri
er vinstri fyrir þann, er horfir á hlutinn. Þegar útskurði er lýst
(atriði 3) er oft talað um j urtateinunga, sem ganga í bylgjum og
sem t. d. hafa eitt blað „í hverri beygju“. Þetta er eiginlega óná-
kvæmt sagt, þar sem átt er við blað, bæði þar sem stöngullinn beyg-
ist upp og niður á við. Nokkrum erfiðleikum hefur það valdið að
finna orð um þann útskurð, sem ristur er ofan í flötinn. Orðaforðinn
hefur hér ekki náð mikilli festu. Til þess að fyrirbyggja misskilning
vil ég nefna, að ég með kílskurði (stungu) á við þríhyrndan skurð
með tveimur lóðrétt innskornum og einni hallandi hlið. Með skipa-
skurði (karvesnitt) er átt við skurði með ýmis konar lögun, en alls
staðar hallandi inn að miðju.1)
„Afbildningar“ og „Peasant Art“ (í atriði 8) eru styttingar fyrir
Afbildningar af föremál i Nordiska Museet, utgifna af Artur Haze-
lius. 2 och 3. Island. Stockholm 1890, og Peasant Art in Sweden,
Lapland & Iceland. The Studio. Special numbers, Autumn number
1910.
Allar Ijósmyndir eru frá Nordiska Museet.
Ég vil votta ritstjórn Árbókar þakkir fyrir að skrá þessi fær rúm
í ritinu. Sérstaklega þakka ég ritstjóranum, dr. Kristjáni Eldjárn,
íyrir margvislega aðstoð og Friðrik Á. Brekkan rithöfundi fyrir
góða og nákvæma þýðingu á þessari skrá minni.
Nesodden, Noregi, 31. maí 1956.
Ellen Marie Magerfly.
*) Sbr. grein um „Folkkonsten i Sverige" í Nordisk Kultur XXVII. Kunst.
Stockholm. Oslo. K0benhavn. 1931. (Sérstaklega bls. 367 — 370.)