Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Side 122
126
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
orðið minni að stærð en áður og þar af leiðandi einhver afgangur
viðar. Er slíkt altítt, að bæði kirkjur og skálar urðu minni að stærð
en áður, ef endurbyggt var, sem í mörgum tilfellum mun hafa stafað
af trjáviðar (aflviða) skorti.
2. Um eða úr 1700 flytur að Bjarnastaðahlíð Egill Jónsson og býr
þar fáein ár, sonur Jóns Sigurðssonar, sem þá býr í Flatatungu.
Sennilega hefur Egill byrjað búskap sinn í Bjarnastaðahlíð og gæti
hugsazt, að þangað hefði orðið flutningur á fjölum frá Flatatungu,
vegna tengsla ábúanda jarða þessara, en þá er Hólastóll landsdrott-
inn beggja bændanna. Var þá biskup á Hóium Björn Þorleifsson.
Hann þótti ekki ráðdeildarsamur. Segir um hann í biskupasögum Jóns
Halldórssonar (bls. 163) : „Sté þá víða niður bygging og afgjald af
stólseignunum. Var þá krytur meðal kotunga og undirfólks...Var
því saknað mjög stjórnar og forsjónar hinna fyrri biskupanna...“
3. Eins og hér að framan segir, bjó Jón Einarsson í Flatatungu
árin 1821—1828, efnabóndi og ráðdeildarmaður. Guðríður dóttir hans
bjó í Bjarnastaðahlíð sem ekkja árin 1821—1824 og svo áfram með
seinni manni sínum, en með fyrri manninum hafði hún búið þar árin
1818—1821. Vafalaust má telja, að Jón faðir hennar hafi veitt henni
stuðning nokkurn, meiri eða minni, í ekkjubúskap hennar, og eru
sagnir um, að svo hafi verið. Mun og Guðríður ekki hafa verið fé-
mikil á þeim árum. Tel ég vel hugsanlegt, að á þessum árum hafi
hinar útskornu fjalir verið fluttar frá Flatatungu að Bjarnastaða-
hlíð. Eigandi Flatatungu (Stefán Guðmundsson) var þá búsettur
vestan Héraðsvatna, svo sem fyrr greinir (þ. e. í Sölvanesi). Mun
hann — að sögn — hafa verið meiri fjáraflamaður en hirðumaður;
var og á þeim árum ekkert farið að hugsa um verndun fornminja, og
mætti vel vera, að hann hefði selt Jóni Einarssyni nokkrar fjalir, þó
útskornar væru, eða leyft honum að flytja þær fram í Bjarnastaða-
hlíð, ef þeirra hefði verið þörf þar. Hins vegar var Jón Einarsson,
sem var góður ábúandi og mátti sín mikils efnalega, þannig gerður
að skapferli,. að óvíst er, að hann hafi talið sig þurfa leyfi jarðar-
eiganda til þess að flytja fáeinar — að hans dómi og samtíðarmanna
hans — ómerkar fjalir frá Flatatungu að Bjarnastaðahlíð. Fyrir
þær tiltekjur mundu samtíðarmenn hafa talið hann jafn-heiðarlegan
eftir sem áður, og sennilegt, að eigandi jarðarinnar hafi lítt um það
fengizt.