Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 122

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Síða 122
126 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS orðið minni að stærð en áður og þar af leiðandi einhver afgangur viðar. Er slíkt altítt, að bæði kirkjur og skálar urðu minni að stærð en áður, ef endurbyggt var, sem í mörgum tilfellum mun hafa stafað af trjáviðar (aflviða) skorti. 2. Um eða úr 1700 flytur að Bjarnastaðahlíð Egill Jónsson og býr þar fáein ár, sonur Jóns Sigurðssonar, sem þá býr í Flatatungu. Sennilega hefur Egill byrjað búskap sinn í Bjarnastaðahlíð og gæti hugsazt, að þangað hefði orðið flutningur á fjölum frá Flatatungu, vegna tengsla ábúanda jarða þessara, en þá er Hólastóll landsdrott- inn beggja bændanna. Var þá biskup á Hóium Björn Þorleifsson. Hann þótti ekki ráðdeildarsamur. Segir um hann í biskupasögum Jóns Halldórssonar (bls. 163) : „Sté þá víða niður bygging og afgjald af stólseignunum. Var þá krytur meðal kotunga og undirfólks...Var því saknað mjög stjórnar og forsjónar hinna fyrri biskupanna...“ 3. Eins og hér að framan segir, bjó Jón Einarsson í Flatatungu árin 1821—1828, efnabóndi og ráðdeildarmaður. Guðríður dóttir hans bjó í Bjarnastaðahlíð sem ekkja árin 1821—1824 og svo áfram með seinni manni sínum, en með fyrri manninum hafði hún búið þar árin 1818—1821. Vafalaust má telja, að Jón faðir hennar hafi veitt henni stuðning nokkurn, meiri eða minni, í ekkjubúskap hennar, og eru sagnir um, að svo hafi verið. Mun og Guðríður ekki hafa verið fé- mikil á þeim árum. Tel ég vel hugsanlegt, að á þessum árum hafi hinar útskornu fjalir verið fluttar frá Flatatungu að Bjarnastaða- hlíð. Eigandi Flatatungu (Stefán Guðmundsson) var þá búsettur vestan Héraðsvatna, svo sem fyrr greinir (þ. e. í Sölvanesi). Mun hann — að sögn — hafa verið meiri fjáraflamaður en hirðumaður; var og á þeim árum ekkert farið að hugsa um verndun fornminja, og mætti vel vera, að hann hefði selt Jóni Einarssyni nokkrar fjalir, þó útskornar væru, eða leyft honum að flytja þær fram í Bjarnastaða- hlíð, ef þeirra hefði verið þörf þar. Hins vegar var Jón Einarsson, sem var góður ábúandi og mátti sín mikils efnalega, þannig gerður að skapferli,. að óvíst er, að hann hafi talið sig þurfa leyfi jarðar- eiganda til þess að flytja fáeinar — að hans dómi og samtíðarmanna hans — ómerkar fjalir frá Flatatungu að Bjarnastaðahlíð. Fyrir þær tiltekjur mundu samtíðarmenn hafa talið hann jafn-heiðarlegan eftir sem áður, og sennilegt, að eigandi jarðarinnar hafi lítt um það fengizt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.