Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 127
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1955
131
Stefáni Einarssyni, gullmedalíu Hafnarháskóla til dr. Ólafs Daníels-
sonar, ánafnaða af Svanhildi Ólafsdóttur. Tvö mjög stór ljósmynda-
söfn voru gefin á árinu, annað af erfingjum Ólafs Magnússonar,
hitt af Sigríði Zoega. Góðir erlendir gripir hafa safninu einnig bor-
izt á árinu, og er þar fyrst og fremst að nefna marga ofna og saum-
aða listgripi frá Austurlöndum, gefna af Listiðnaðarsafninu í Ósló,
og nokkra kínverska listgripi, gefna af kínverskum leikaraflokki, er
var hér á landi í opinberri heimsókn.
Geta skal þess að lokum, að á þessu ári var rifin og flutt í safnið
baðstofa frá Skörðum í Dölum. Er ætlunin að setja hana upp í safn-
inu, þegar Náttúrugripasafnið verður flutt héðan.
Vaxmyndasafnið. Að forlagi menntamálaráðuneytisins hefur nú
verið gerð vaxmynd af stofnanda safnsins, Óskari Halldórssyni út-
gerðarmanni. Fjarlægð var hins vegar mynd af Kristjáni konungi
tíunda, samkvæmt dönskum óskum. Vaxmyndasafnið hefur nú verið
hér til sýnis síðan í júlí 1951, og ber ekki á, að neitt dragi úr aðsókn
að því.
Örnefnasöfnun. Ari Gíslason örnefnasafnari hefur eins og að
undanförnu haft styrk til þess að safna örnefnum. Á þessu ári fór
hann aftur um Gullbringu- og Kjósarsýslu, enn fremur Dalasýslu
og fullskráði á þeim stöðum, sem hann taldi enn þurfa að bæta. Þá
hreinritaði hann og skilaði handriti að Sléttuhreppi í Norður-lsa-
fjarðarsýslu, sömuleiðis Dalasýslu allri (720 vélritaðar síður). Á
vegum safnsins (öllu heldur þó Fornleifafélagsins) safnaði Magnús
Finnbogason frá Reynisdal örnefnum í Kirkjubæjarhreppi og Álfta-
vershreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Örnefnasöfnuninni skilar sæmi-
lega.
Viðhald gamalla húsa. Aðalátakið var að þessu sinni við bæinn
á Grenjaðarstað. Vann þjóðminjavörður þar með nokkra menn um
þriggja vikna skeið í júlí, en þó er þarna mjög mikið verk eftir, og
mun verða lagt kapp á að vinna þar sem mest á árinu 1956, því að
nú hafa Þingeyingar ákveðið að nota sér rétt sinn til þess að hafa
byggðarsafn í bænum. Hafa þeir safnað miklu og bíða þess eins að
geta flutt í bæinn. Bæjardyr og þinghús á Ökrum í Skagafirði voru
rækilega endurbætt og girt. Vantar ekki nema herzlumuninn að búið
sé að koma þessu húsi í hið bezta horf. Auk þessa var svo árlegt
viðhald nokkurt, en aðalkostnaðarliður ársins var greiðsla upp í
gamalt geymsluhús á Hofsósi, sem safnið hefur keypt með afborg-
unarfyrirkomulagi. Peningaleysi háir enn sem fyrr starfseminni