Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1955, Page 131
SKÝRSLUR
I. Aðalfundur 1954.
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Þjóðminjasafninu
18. des. 1954. Formaður setti fundinn og minntist félagsmanna, sem látizt
höfðu á árinu. Nafngreindi hann séra Þorvald Jakobsson, séra Eirík Helga-
son, Benedikt Sveinsson, fyrrum alþingisforseta, og Eyjólf Guðmundsson
hreppstjóra.
Þá las formaður upp reikning félagsins fyrir árið 1953, en hann liafði
verið prentaður í árbókinni það ár.
Þá skýrði formaður frá, að árbókin fyrir þetta ár væri í prentun, og
myndi hún berast félagsmönnum l>ráðlega. Var og skýrt frá, að von væri
á registri snemma á næsta ári yfir þá 25 árganga,'sem komnir eru síðan
síðasta registur kom.
Formaður greindi þessu næst frá, hvað til væri af ýmsum árgöngum ár-
bókarinnar og hverjir væru uppgengnir. Gat formaður tilrauna sinna til að
fá fé til endurprentunar uppseldra árbókarhefta, og Snæbjörn Jónsson lýsti
ánægju sinni yfir þeim orðum formanns.
Fleiri mál voru ekki tekin fyrir á fundinum. Var fundargjörðin lcsin upp,
og síðan sleit formaður fundi.
II. Aðalfundur 1955.
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Þjóðminjasafninu
17. des. Formaður setti fundinn og minntist fyrst tveggja félagsmanna, er
látizt höfðu á árinu, heiðursfélagans H. Shcteligs, prófessors í Björgvin, og
drs. Einars Arnórssonar. Risu fundarmenn úr sætum sínum í virðingar skyni
við minningu þessara manna.
Þá gat formaður þess, að reikningur félagsins fyrir árið 1954 væri sam-
þykktur og endurskoðaður og yrði prentaður í næstu árbók.
Þessu næst var stjórnarkjör og annarra embættismanna. Voru þcir allir,
þar með fulltrúar og endurskoðunarmenn, endurkjörnir.
Formaður kynnti registur um síðustu 25 árganga Árbókar, nýútkomið,
samið af Bergsteini Kristjánssyni. Kvað formaður nauðsynlegt, að félags-
menn greiddu kr. 30,00 fyrir þetta rcgistur, þeir sem það vildu eiga.