Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 20
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
munu hafa verið yfirhafnir úr röggvuðum efnum, en eftir heimildum
er fremur erfitt að ákvarða lögun þeirra. 1 Egils sögu (frá fyrri
hluta 13. aldar) er sagt, að hægt sé að gera loðkápu úr loðólpu29
og kemur þar fram, að einhver munur hafi verið á sniði þessara
tveggja flíka. 1 Grettis sögu (frá því um 1300) eru hins vegar orðin
loðkápa og feldur notuð um sömu flíkina,30 og á öðrum stað (að vísu
í enn yngri heimild, riddarasögu frá ofanverðri 14. öld) er þess
getið, að hekla (yfirhöfn) „ . . . var ger á mynd sem ólpa eða loð-
kápa, þá er önnur rögg féll ofan yfir aðra . . .“31 1 tveimur síðast
töldum dæmum virðist þó fremur sem átt muni vera við flíkur úr
efnum með líkri áferð, þ. e. með röggvum, en flíkur með sama sniði.
Ekki er unnt að ræða hér til neinnar hlítar, hver mismunur kunni
að hafa verið á sniði þessara tveggja röggvuðu yfirhafna. Lausleg
athugun á norðurevrópskum yfirhöfnum og samanburður við ís-
lenzku heimildirnar og túlkun Falks á þeim bendir helzt til þess, að
loðkápur og loðólpur hafi verið hálfhringlaga eða þar um bil og
yfirleitt með áföstum hettum.32 Kápur virðast ýmist hafa verið
opnar eða heilar að framan, og oft eru sagðar vera á þeim ermar,33
þótt ef til vill segi þar yngri tízka til sín. Engar heimildir hafa
fundizt um þessi atriði, hvað ólpur snerti.
Svo sem áður var sagt, voru vararfeldir samkvæmt ákvæði Grá-
gásar ferhyrndir, um 2 m á lengd og um 1 m á breidd. Stærðarákvæði
Grágásar benda auk þess til, að vararfeldir hafi verið ofnir sem af-
mæld stykki í ákveðinni stærð, en ekki sem venjuleg álnavara. Frá-
sagnir íslendinga sagna af vaðmálum og vararfeldum sem varningi,
svo og ákvæði Grágásar um greiðslu íslendinga á landaurum í Nor-
egi,34 styðja þessa bendingu, því að þar er vaðmála getið í áln-
um, en vararfelda í stykkjatölu, svo sem: „1 bagga hans váru þrjú
hundruð [álnir] vaðmála ok tólf vararfeldir“.3r>
Samkvæmt áðurnefndum heimildum Grágásar um betri feldi og
hafnarfeldi, er voru metfé, svo og frásögn Kormáks sögu af hólm-
göngufeldi, virðist mega gera ráð fyrir, að stærri feldir en varar-
feldir hafi stundum verið notaðir sem yfirhafnir. Aðrar heimildir
benda einnig til, að minni feldir hafi verið notaðir.36 Ferhyrndir
feldir munu eins og skikkjur hafa verið bornir á tvennan hátt.
Algengast var að sveipa þeim um bak, aðra öxl og brjóst og næla
saman með dálki eða feldarsting efri brúnir þeirra eða horn
(skaut) á hinni öxlinni: „Þorkell hafði . . . feld grán ok gull-
dálk um öxl . . .“,37 en einnig mun þeim hafa verið sveipað um