Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 20
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS munu hafa verið yfirhafnir úr röggvuðum efnum, en eftir heimildum er fremur erfitt að ákvarða lögun þeirra. 1 Egils sögu (frá fyrri hluta 13. aldar) er sagt, að hægt sé að gera loðkápu úr loðólpu29 og kemur þar fram, að einhver munur hafi verið á sniði þessara tveggja flíka. 1 Grettis sögu (frá því um 1300) eru hins vegar orðin loðkápa og feldur notuð um sömu flíkina,30 og á öðrum stað (að vísu í enn yngri heimild, riddarasögu frá ofanverðri 14. öld) er þess getið, að hekla (yfirhöfn) „ . . . var ger á mynd sem ólpa eða loð- kápa, þá er önnur rögg féll ofan yfir aðra . . .“31 1 tveimur síðast töldum dæmum virðist þó fremur sem átt muni vera við flíkur úr efnum með líkri áferð, þ. e. með röggvum, en flíkur með sama sniði. Ekki er unnt að ræða hér til neinnar hlítar, hver mismunur kunni að hafa verið á sniði þessara tveggja röggvuðu yfirhafna. Lausleg athugun á norðurevrópskum yfirhöfnum og samanburður við ís- lenzku heimildirnar og túlkun Falks á þeim bendir helzt til þess, að loðkápur og loðólpur hafi verið hálfhringlaga eða þar um bil og yfirleitt með áföstum hettum.32 Kápur virðast ýmist hafa verið opnar eða heilar að framan, og oft eru sagðar vera á þeim ermar,33 þótt ef til vill segi þar yngri tízka til sín. Engar heimildir hafa fundizt um þessi atriði, hvað ólpur snerti. Svo sem áður var sagt, voru vararfeldir samkvæmt ákvæði Grá- gásar ferhyrndir, um 2 m á lengd og um 1 m á breidd. Stærðarákvæði Grágásar benda auk þess til, að vararfeldir hafi verið ofnir sem af- mæld stykki í ákveðinni stærð, en ekki sem venjuleg álnavara. Frá- sagnir íslendinga sagna af vaðmálum og vararfeldum sem varningi, svo og ákvæði Grágásar um greiðslu íslendinga á landaurum í Nor- egi,34 styðja þessa bendingu, því að þar er vaðmála getið í áln- um, en vararfelda í stykkjatölu, svo sem: „1 bagga hans váru þrjú hundruð [álnir] vaðmála ok tólf vararfeldir“.3r> Samkvæmt áðurnefndum heimildum Grágásar um betri feldi og hafnarfeldi, er voru metfé, svo og frásögn Kormáks sögu af hólm- göngufeldi, virðist mega gera ráð fyrir, að stærri feldir en varar- feldir hafi stundum verið notaðir sem yfirhafnir. Aðrar heimildir benda einnig til, að minni feldir hafi verið notaðir.36 Ferhyrndir feldir munu eins og skikkjur hafa verið bornir á tvennan hátt. Algengast var að sveipa þeim um bak, aðra öxl og brjóst og næla saman með dálki eða feldarsting efri brúnir þeirra eða horn (skaut) á hinni öxlinni: „Þorkell hafði . . . feld grán ok gull- dálk um öxl . . .“,37 en einnig mun þeim hafa verið sveipað um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.