Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Síða 23
FORN RÖGGVARVEFNAÐUR
29
til fleiri en einn kögur í einu; þar voru árið 1374 þrír, en 1525 sex
kögrar.62 Ekki hafa kögrar alltaf verið grafarklæði. I Strengleik-
um63 er orðið notað um ábreiðu, er setið var á, í fornum norskum
erfðalögum eru kögrar taldir með húsbúnaði, og árið 1350 er rúm-
ábreiða nefnd kögur í norsku bréfi.04 Eina dæmið um slíka notkun
orðsins á ísh*ndi er frá Hólum árið 1569.65
Vegna þeirrar merkingar, sem orðið kögur hefur í nútímamáli,
hefur verið álitið, að klæði þessi væru kögruð eða sett kögri.66
Ef til vill getur orðalagið, sem notað er við upptalningu kögranna
á Hólum 1525, einnig bent til, að svo hafi verið. Þar stendur:
„ .. . fjórir kögrar nýir og einn lítill með sækögur og einn forn . . ,“67
Ekki hefur þó verið unnt að finna orðið kögur notað í nútímamerk-
ingu svo öruggt sé fyrr en á ofanverðri 17. öld.68 Á hinn bóginn
hefur og verið bent á skyldleika orðsins kögur við orðið kavring
(einnig skrifað kafring og kaghring), sem á takmörkuðu svæði
í Suður-Svíþjóð var notað í merkingunni rya, þ. e. röggvarteppi.69
Þessi merking í orðinu lcavring þarf þó ekki að vera ýkja gömul í
sænsku, máli, því að hún kom fyrst fram 1698,70 og kögur notað í
sambandi við orðið feldur á íslenzku hefur, svo sem áður var sagt,
aðeins fundizt frá miðri 16. öld til loka aldarinnar.
Af þessum fáskrúðugu heimildum verða ekki dregnar ályktanir
um útlit og gerð hins forna klæðis, sem nefnt var kögur, þær gefa
aðeins bendingar. Vera má, að það hafi verið úr dýru efni, sett
kögri, e. t. v. ekki aðeins á brúnum, heldur einnig á yfirborði, yfir-
borðið verið röggvarofið að einhverju eða öllu leyti, eða klæðið verið
bæði kögursett og röggvarofið. En jafnvel þótt í orðinu kögur hafi
leynzt merkingin klæði, er að einhverju leyti var röggvarofið, verður
að telja mjög ósennilegt, að þar hafi verið um íslenzkan vefnað að
ræða. Verður fremur að álíta, að kögrar hafi verið innfluttir dýr-
gripir. Er enda athyglisvert, að heimildir úr fornsögunum eru allar
tengdar Noregi fremur en íslandi.
Geta má þess, að eftirfarandi tilgáta hefur verið sett fram um ytra
útlit og uppruna klæðisins kögur :71 sænska klæðið kavring kann upp-
runalega að hafa verið teppi, ofið með lykkjuflosi og þannig frá-
brugðið rya, er var með klipptum röggvum. Gerð þessara lykkjuofnu
teppa, er ættu rætur sínar að rekja til koptískra klæða með munstr-
um úr stuttum, mislitum ullarlykkjum,72 átti að hafa borizt til Sví-
þjóðar eftir krókaleiðum, fyrst frá Egyptalandi til Spánar, þaðan til
Irlands, svo til íslands og að lokum þaðan til Svíþjóðar. Var talið,