Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1962, Page 26
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þéttum, að lauslega áætlað myndu vera um 50 röggvar um þveran feld á stærð við vararfeld, verður helzt ályktað, að röggvarvefnaður- inn frá Heynesi sýni einhverja þá gerð röggvarefnis, sem höfð var í betri feldi og hafnarfeldi. IV. Flosvefnaður utan íslands. Að lokinni athugun á íslenzkum heimildum um röggvarvefnað og samanburði á þeim og pjötlunni frá Heynesi, þótti rétt að kanna, hvort finna mætti erlendar heimildir um sams konar eða hliðstæðan vefnað. Einkum virtist fróðlegt að athuga, hvort vararfeldanna ís- lenzku fyndist getið, en einnig hvort unnar hefðu verið annars staðar og á öðrum tímum röggvarofnar yfirhafnir eða aðrar flíkur úr slíku efni. Leit að heimildum, einkum leit að eins hnýttu flosi, varð þó umfangsmeiri en ætlað var í upphafi, og barst ef svo má að orði komast, allt aftur til daga Súmera austur í Mesópótamíu. Frá tímum Súmera til loka þjóðflutninganna miklu. Við uppgröft í fornborginni Susa, ekki fjarri Persaflóa, hafa komið í leitirnar leifar af mismunandi fíngerðum hörefnum, sem vafið hafði verið utan um koparöxi. Þessar leifar, sem líklega eru frá því um 3300 til 3000 f. Kr.,1 eru álitnar elztu vefnaðarleifar, sem fundizt hafa í heiminum.2 í uppgröftum hjá Tell Asmar og Khafaje í Mesópótamíu, frá því um 3000 til 2500 f. Kr., hafa fundizt styttur af mönnum, klæddum ýmsum búningum. Eru sumir þessara búninga sléttir, bryddir kögri eða borðum með laufaskurði. Aðrir eru með röggvuðu yfirborði, og var áður fyrr álitið, að fyrirmyndir þeirra hefðu verið gerðar úr skinnfeldum. í konungagröfunum hjá Ur,3 frá tímabilinu 2432 til 2357 f. Kr., fundust hins vegar leifar af dúk með einskeftuvend og löngum röggvum, „ . . . sem hefði getað verið ofin eftirlíking ullarreyfis . . . “4 Þegar vitað er um þennan fund og það, að vefnaðarlistin var þekkt með Súmerum fyrir eða um 3000 f. Kr., má ætla, að fyrrnefndir búningar og eins yngri búningar með svipuðu útliti hafi verið úr ofnum efnum engu síður en úr dýrafeldum (9. mynd). Vefnaðarleifarnar frá Ur urðu því miður að dufti, þegar komið var við þær, og varð því ekki vitað, með hvaða hætti röggvarnar voru festar í grunninn. Engar aðrar leifar af flosuðum dúkum hafa fundizt í uppgröftum í Mesópótamíu. Hins vegar hefur fundizt talsvert af flosofnum efnum í Egypta-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.