Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kolagerðar og einnig það mikill mýrarrauði, að menn hafi verið
gerðir út frá bæjum neðar í sveitinni til járngerðar inni við Hvítá,
þótt ekki væri um fasta búsetu að ræða.
Á síðari árum hefur einnig komið í ljós, að miklar hreyfingar
liafa verið á byggðinni niðri í sveitinni á þessum tíma, þ. e. í byggð-
inni neðan Tungufells, en svo segja sagnir, að Tungufell hafi fyrr-
um verið í miðri sveit. Hafa þar komið í ljós margar bæjarrústir
frá fornöld og miðöldum, þar sem búið hefur verið skamman tíma
en byggð síðan annaðhvort lagzt af eða verið flutt til annars staðar
í sömu landareign. Fæstar þessara rústa hafa verið rannsakaðar,
enda margar þeirra að miklu leyti eyddar vegna uppblásturs, en
smáhlutir, sem þar hafa komið í ljós, segja allglöggt til um aldur
þeirra.
Tungufell er nú efsti bær í Hrunamannahreppi, en glöggt sést, að
byggðin hefur verið að hörfa niður af hálendinu alla tíð fram undir
lok 19. aldar. Næsti bær ofan við Tungufell, Hamarsholt, fór í eyði
1875, enda var þá uppblásturinn geigvænlegur á þessum slóðum. Má
geta þess því til staðfestingar, að allt fram undir síðustu aldamót var
heyjað frá Tungufelli á svonefndum Búrfellsmýrum inni á Hruna-
mannaafrétti, um 6 stunda lestagang frá Tungufelli, en þar er nú
aðeins sandbreiða og sér ekki stingandi strá þar sem áður voru víð-
lendar slægjumýrar.
Neðan Tungufells hafa sem fyrr segir komið í ljós bæjarrústir.
Ein þeirra er skammt fyrir neðan Tungufell, um miðja vegu milli
Tungufells og Hlíðar og í landi síðarnefndu jarðarinnar. Rústin er
í uppblástursrofi og að mestu eydd nú, en þar kemur í ljós mjög
greinilegt gólflag og veggjabrot. Þarna hafa fundizt nokkrir smá-
hlutir, sem benda til víkingaaldar, tafla úr hneftafli, snældusnúð-
ar úr klébergi, hverfisteinsbrot, kljásteinar og annað smálegt, en
það sem öruggast tímasetur þessa rúst, er öskulagið frá 1104, sem
er rétt yfir gólfskáninni. Greinilegt er því, að bærinn hefur verið
kominn í eyði nokkru fyrir gosið.
Rétt innan við Skipholt, sunnan undir svokölluðum Kömbum, komu
fyrir nokkrum árum í ljós fornar mannvistarleifar. Þar hafði skurð-
grafa farið gegnum mýri og kom upp í ruðningnum mikið af eldi-
viðarösku og járngjalli. Einnig fannst þarna hálf sörvistala, greini-
lega frá víkingaöld, og sést af þessu, að þarna hefur verið bær
snemma á öldum. Ekkert var þó eftir af eiginlegum rústum, þar eð
túnrækt hafði afmáð þær, en þó sást þar hellustétt eða flór, sem hef-
ur verið gerð í sambandi við byggingar. Er hugsanlegt, að bærinn í