Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 3
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
7
Skipholti hafi forðum staðið á þessum stað en síðar verið fluttur
um set.
1 landi Kópsvatns, þar sem heitir Auðnugil, eru fornar bygg-
ingarleifar, og sumarið 1964 var rannsökuð þar forn hústóft, sem
virðist greinilega frá því í fornöld eða snemma á miðöldum. Þarna
hefur verið langhús, mjög lítið þó, og sneri framhlið til suðurs, en
dyr hafa verið á göflum, að austan og vestan, en um sumt var hús
þetta nokkuð óljóst. Á þessu svæði eru meiri byggingarleifar, sem
ekki hafa verið rannsakaðar.
Víðar í Hrunamannahreppi eru menjar um fornar byggingar, sem
ekki er vitað til að séu frá þeim bæjum, sem nú eru byggðir eða voru
byggðir í seinni tíð. Þannig fannst fyrir nokkrum árum áður óþekkt
rúst inni við Kaldbak, og í landi Hörgsholts hefur lengi verið vitað
um forna rúst, sem að miklu leyti er eydd.1 Sama er að segja um
ofanverðar Biskupstungur. Þar hefur að minnsta kosti komið í ljós
ein fornaldarrúst nýlega, að vísu gereydd af uppblæstri, í Teighöfða-
torfu inni við Brattholt, og er hún örugglega frá landnáms- eða
söguöld. Öskulagið frá 1104 er allskammt yfir gólfunum og þar
fundust sumarið 1970 klébergsbrot, leifar af skartgrip úr bronsi
og hluti af enskum peningi af sláttu Aðalráðs konungs ráðlausa
(978—-1016).
Það er því greinilegt, að byggðarleifar eru óvenjumiklar á þessu
svæði, og má að einhverju leyti kenna eldgosum um óstöðugleik
byggðarinnar. En jafnframt má þó ætla, að afrétturinn hafi í raun-
inni verið ofan við hin byggilegu mörk og þótt eldgosin kæmu ekki
til hafi náttúrufar þar verið slíkt, að svæðið hafi verið óbyggilegt
er til lengdar lét.
Hvítárholt. Saga rannsóknanna.
Vorið 1963 komu í ljós einkennilegar mannvistarleifar hjá bæn-
um Hvítárholti í Hrunamannahreppi, sem mönnum þótti ástæða til
að athuga nánar. Guðmundur Jónsson á Kópsvatni var þá staddur í
Hvítárholti og tók þar eftir óvenjulega stórþýfðum bletti í óræktar-
móa vestantil í Holtinu, sem bærinn dregur nafn af (1. mynd).
Guðmundi þóttu þessar þúfur benda til einhverra mannvirkja og
gróf hann þar fyrir forvitni sakir holu niður með einni stærstu þúf-
unni, fast við vegarslóða, sem lá til útihúsa þar vestantil á Holtinu.
Er hann hafði grafið um 70 sm niður urðu þar fyrir honum stórir
steinar og þegar hann lyfti einum þeirra kom í ljós allstór hola, sem
lá austur og vestur undir steinana.