Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. mynd. Hvítárholt. Bærinn sem nú er sést lengst til hægri, síðan kemur
holtið, og vestast á því ber fjárhúsin við himin, en uppgraftarsvæSið er
spölkorn austan við þau (neðan við x). Myndin er tekin frá suðri, en hinum
megin við holtið er skammt ofan að Hvítá. — The ancient settlement exca-
vated at Hvítárholt is situated on the top of the oblong hillock, below x. The
photo is taken from the south, but on the other side of tlie hillock is the
great river Hvítá.
Guðmundur hætti þegar greftinum, enda sýndist honum að þarna
mundi vera athyglisvert rannsóknarefni. Gerði hann viðvart á Þjóð-
minjasafninu og skýrði frá, hvers hann hafði orðið vís.
Við Gísli Gestsson safnvörður fórum að Hvítárholti 15. júlí 1963
og gerðum þarna nokkra prófrannsókn. Stækkuðum við holuna, sem
Guðmundur hafði grafið og kom þá í ljós, að þarna mundi um að
ræða einhvers konar hús, allmikið grafið í jörðu, og var steinninn,
sem Guðmundur lyfti upp, yfir eldstæði og holrúmið eldholið í eld-
stæðinu eða ofninum. Opið á eldstæðinu vissi til austurs. Virtist
okkur þetta girnilegt rannsóknarefni, og er dr. Kristján Eldjárn
þáverandi þjóðminjavörður hafði skoðað aðstæður var ákveðið, að
Þjóðminjasafnið léti gera frekari rannsókn á þessum stað og var mér
falið að sjá um hana. Sigurður Sigurmundsson bóndi í Hvítárholti,
sem hafði ætlað að rækta þetta svæði þá næsta haust, féllst á að skilja