Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 8
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þetta fyrsta sumar í Hvítárholti vann auk mín Guðmundur Jóns- son að rannsóknunum mestallan tímann, en einnig var Gísli Gestsson þar nokkurn tíma svo og dr. Kristján Eldjárn, og Halldór J. Jónsson safnvörður vann einnig að rannsókninni um stundarsakir. Árangur rannsóknanna 1963 þótti svo uppörvandi, enda þá þegar sýnt að um sögualdarbyggð mundi að ræða, að ákveðið var að gera fullnaðarrannsókn á staðnum. Vorið 1964 var þó fyrst rannsökuð smárúst, ein af fleiri athyglisverðum á stað, sem heitir Auðnugil i landi Kópsvatns í Hrunamannahreppi, sem fyrr er getið. Rann- sóknirnar í Hvítárholti hófust svo 20. júlí og stóðu til 15. septem- ber, þó ekki samfellt allan tímann. Þetta sumar var rannsakaður skáli, hús III, sem vart hafði orðið við sumarið áður, en hús II hafði verið byggt ofan í austurhluta skálans, nær hornrétt á hann. Við þetta hafði skálarústin skemmzt talsvert, en þó fékkst fram stærð hans og gerð í öllum meginatriðum, og var þetta hús mjög athyglisvert. Inngangurinn í skálann og hellustétt utan við hann kom þó ekki í ljós fyrr en síðar og var rannsakað 1965. Þetta sumar vann ásamt mér í Hvítárholti Guðmundur Jónsson og um skemmri tíma voru Ólafur Einarsson nemandi í sögu og fornleifafræði, Helgi Jónsson fornfræðinemi og Gísli Gestsson safn- vörður. 1965 hófust rannsóknirnar 23. júní og var unnið til 23. september, að undanskildum mánaðartíma í júlí-ágúst. Þá var lokið við rann- sókn skálans, húss III, og einnig var rannsakað ræsi frá húsi I, jarð- húsinu. Þá voru og rannsökuð þrjú jarðhús. Eitt þeirra, hús IV, var það, sem Guðmundur Jónsson fann fyrst er hann uppgötvaði rústirnar, en annað, hús V, var vestast á rústasvæðinu, en hið þriðja, hús VII, í austurjaðri svæðisins, fast við nýrækt þar. Að lokum var rannsakað þetta sumar stórt hús, eða tvö hús hvort í framhaldi af öðru, norðaustast á rústasvæðinu, hús VI, sem virtist helzt vera fjós og hlaða. — Þetta sumar unnu að rannsóknunum auk mín Þráinn Bertelsson, Magnús Þór Jónsson, Helgi Jónsson, Guðbjörg Sigurðar- dóttir og einnig Guðmundur Jónsson lítilsháttar. Einnig var Gísli Gestsson smátíma. 1966 var unnið frá 5. júlí til 31. ágúst að mestu samfellt. Þá var rannsakað húsið, sem vart hafði orðið við við prófrannsóknirnar 1963 og reyndist síðar vera bakhús skála, húss VIII, sem einnig var rann- sakaður þetta sumar. Að rannsóknunum þetta sumar unnu auk mín
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.