Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þetta fyrsta sumar í Hvítárholti vann auk mín Guðmundur Jóns-
son að rannsóknunum mestallan tímann, en einnig var Gísli Gestsson
þar nokkurn tíma svo og dr. Kristján Eldjárn, og Halldór J. Jónsson
safnvörður vann einnig að rannsókninni um stundarsakir.
Árangur rannsóknanna 1963 þótti svo uppörvandi, enda þá þegar
sýnt að um sögualdarbyggð mundi að ræða, að ákveðið var að gera
fullnaðarrannsókn á staðnum. Vorið 1964 var þó fyrst rannsökuð
smárúst, ein af fleiri athyglisverðum á stað, sem heitir Auðnugil
i landi Kópsvatns í Hrunamannahreppi, sem fyrr er getið. Rann-
sóknirnar í Hvítárholti hófust svo 20. júlí og stóðu til 15. septem-
ber, þó ekki samfellt allan tímann.
Þetta sumar var rannsakaður skáli, hús III, sem vart hafði orðið
við sumarið áður, en hús II hafði verið byggt ofan í austurhluta
skálans, nær hornrétt á hann. Við þetta hafði skálarústin skemmzt
talsvert, en þó fékkst fram stærð hans og gerð í öllum meginatriðum,
og var þetta hús mjög athyglisvert.
Inngangurinn í skálann og hellustétt utan við hann kom þó ekki í
ljós fyrr en síðar og var rannsakað 1965.
Þetta sumar vann ásamt mér í Hvítárholti Guðmundur Jónsson
og um skemmri tíma voru Ólafur Einarsson nemandi í sögu og
fornleifafræði, Helgi Jónsson fornfræðinemi og Gísli Gestsson safn-
vörður.
1965 hófust rannsóknirnar 23. júní og var unnið til 23. september,
að undanskildum mánaðartíma í júlí-ágúst. Þá var lokið við rann-
sókn skálans, húss III, og einnig var rannsakað ræsi frá húsi I, jarð-
húsinu. Þá voru og rannsökuð þrjú jarðhús. Eitt þeirra, hús IV,
var það, sem Guðmundur Jónsson fann fyrst er hann uppgötvaði
rústirnar, en annað, hús V, var vestast á rústasvæðinu, en hið þriðja,
hús VII, í austurjaðri svæðisins, fast við nýrækt þar. Að lokum var
rannsakað þetta sumar stórt hús, eða tvö hús hvort í framhaldi af
öðru, norðaustast á rústasvæðinu, hús VI, sem virtist helzt vera fjós
og hlaða. — Þetta sumar unnu að rannsóknunum auk mín Þráinn
Bertelsson, Magnús Þór Jónsson, Helgi Jónsson, Guðbjörg Sigurðar-
dóttir og einnig Guðmundur Jónsson lítilsháttar. Einnig var Gísli
Gestsson smátíma.
1966 var unnið frá 5. júlí til 31. ágúst að mestu samfellt. Þá var
rannsakað húsið, sem vart hafði orðið við við prófrannsóknirnar 1963
og reyndist síðar vera bakhús skála, húss VIII, sem einnig var rann-
sakaður þetta sumar. Að rannsóknunum þetta sumar unnu auk mín