Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. LangskurSur gegnum hús I (útskotiö t. h. tilheyrir ekki húsinu).
Brotna línan sýnir yfirborð, en til hægri sést „landnámslagið“, sem er rétt
viS yfirborðið sem var þegar húsið var byggt, og neðar er „Hekla 3“. —
Section length-wise through House I, showing present day surface.
Helgi Jónsson, Ólafur Einarsson, Guðmundur Jónsson og Christo-
pher Hale frá Bandaríkjunum.
1967 var svo síðast unnið í Hvítárholti og lauk rannsóknunum um
haustið. Þá var rannsakaður þriðji skálinn, hús IX, sem var sunnan-
vert við fyrsta skálann, hús III. Þessi skáli hafði bakhús og undir
því að nokkru leyti var jarðhús, hús X, hið fimmta af þeirri gerð,
sem á staðnum kom í ljós. Ekki varð vart fleiri mannvirkja eða
bygginga á þessu svæði, að minnsta kosti ekki sem hægt var að
henda reiður á, og var rannsókninni þarmeð hætt.
Skal nú gerð grein fyrir hverju húsi fyrir sig, er þarna voru rann-
sökuð.
HÚS I, JARÐHÚS, 4.-7. mynd.
Fyrsta húsið, sem rannsakað var til fulls, var jarðhús, hið fyrsta
sinnar tegundar, sem menn hafa fyllilega gert sér grein fyrir hér á
landi. Einu merkin, sem gáfu til kynna hvað hér var, var djúp hola
á milli þúfna, vaxin mjaðarjurt. Tók holan manni upp fyrir hné og
minnti í fljótu bragði á samfallna og gróna brunnholu.
Húsið reyndist mjög niðurgrafið og var gólfið um 1,4 m neðan
við núverandi jarðaryfirborð og virtist hafa verið um 90 sm neðan
þess yfirborðs, sem verið hafði er húsið var í notkun. Gamla yfir-
borðið sást allgreinilega með hjálp hins gráleita öskulags, „land-
námslagsins" svonefnda, sem talið er stafa frá eldgosi á Torfajökuls-
svæðinu um árið 900. Verður þess nánar getið síðar. — Húsið var
mjög lítið, stærð gólfsins um 2,6 X3,8 m og var það óreglulega fer-
hyrnt og homin ávöl (4. mynd). Það sneri sem næst frá norðaustri
til suðvesturs og var suðausturveggurinn lítið eitt bogadreginn út