Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 12
16 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þremur hornum hússins voru holur en engin í suðausturhorninu, enda var þar hlaðinn grjótofn úr hellum. Við norðvesturlangvegg- inn voru þrjár holur en við suðausturvegginn sex út að ofninum. Fyrir miðjum gaflveggjum voru stoðarholur og er líklegt, að þær stoðir hafi borið uppi mænirás hússins. Við suðvesturgaflvegginn var einnig stoðarhola, en ekki varð greint, hvort sams konar hola hefði verið að austanverðu. Auk þessara stoðarhola voru svo þrjár örmjó- ar holur í gólfinu, líkast því sem þar hefðu staðið hælar á gildleika við hrífusköft. Ein þeirra var við austurvegginn, ein framan við nyrðra langvegg og ein framan við hinn syðri. 1 þeim gætu hafa verið styttur undir pöllum eða bekkjum. Meðfram veggjum stóðu sums staðar hellur á rönd, en á stöku stað höfðu hellur fallið fram yfir sig á gólfið. Má vera, að veggir hafi verið klæddir hellum að einhverju leyti, en líklegra er þó, að þarna hafi verið um fallnar þakhellur að ræða og til þess bentu m. a. þrjár hellur vestast við nyrðri langvegg og ein nyrzt við austurgafl, allar hátt uppi á veggjum. Gólfið var lægst norðanvert við miðjuna og því hallaði alls staðar inn að miðju. Svört kolagólfskán var á því víðast hvar en náði þó óvíða út að veggjum. Gólfskánin var örþunn og hvergi yfir 4 sm þykk en víðast aðeins þunn himna. Þykkust var hún austantil, fram- anvert við ofninn. í gólfskáninni var talsvert af brenndum beinum og einnig mikið af ljósum líparítsteinum á gólfinu, sem komnir eru frá ánni. Yar mikið um slíka steina alls staðar í rústunum. Fram undan norðvesturveggnum var dálítil dæld, sporöskjulaga og um 23x45 sm að stærð og var í henni óvenjumikið af þessum steinum. Víða á gólfinu lágu stærri steinar, flest sótug hellublöð, sem gætu verið frá ofninum komin. En fram undan vesturhorninu var allmikil hrúga af hnefastórum hnullungssteinum án eldsummerkja, og sótug hellubrot innan um. Einn þessara steina var með gati og kynni að hafa verið kljásteinn en eins líklegt er, að steinar þessir hafi verið hitaðir á ofninum og síðan hitað með þeim vatn í trékari. Ofninn í austurhorni hússins var mjög áberandi hluti af húsinu (6. mynd). Hann var örlítið hruninn, en þó sást gerðin vel. Hann var gerður af hellum og líkastur hlóðum með hellu yfir. Til hliðanna voru hellur á rönd, tvær hlið við hlið hvorum megin fremst og aðrar tvær nær veggnum. Ofninn var um 70 sm breiður að utanmáli fremst og 45 sm að innanmáli og innst í honum hella þversum við vegginn. Lengd ofnsins inn að hellunni var um 65 sm en lengd ofns frá vegg 90—95 sm. Ofan á ofninum innst var hella og hafði önnur verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.