Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þremur hornum hússins voru holur en engin í suðausturhorninu,
enda var þar hlaðinn grjótofn úr hellum. Við norðvesturlangvegg-
inn voru þrjár holur en við suðausturvegginn sex út að ofninum.
Fyrir miðjum gaflveggjum voru stoðarholur og er líklegt, að þær
stoðir hafi borið uppi mænirás hússins. Við suðvesturgaflvegginn var
einnig stoðarhola, en ekki varð greint, hvort sams konar hola hefði
verið að austanverðu. Auk þessara stoðarhola voru svo þrjár örmjó-
ar holur í gólfinu, líkast því sem þar hefðu staðið hælar á gildleika
við hrífusköft. Ein þeirra var við austurvegginn, ein framan við
nyrðra langvegg og ein framan við hinn syðri. 1 þeim gætu hafa
verið styttur undir pöllum eða bekkjum.
Meðfram veggjum stóðu sums staðar hellur á rönd, en á stöku
stað höfðu hellur fallið fram yfir sig á gólfið. Má vera, að veggir
hafi verið klæddir hellum að einhverju leyti, en líklegra er þó, að
þarna hafi verið um fallnar þakhellur að ræða og til þess bentu m. a.
þrjár hellur vestast við nyrðri langvegg og ein nyrzt við austurgafl,
allar hátt uppi á veggjum.
Gólfið var lægst norðanvert við miðjuna og því hallaði alls staðar
inn að miðju. Svört kolagólfskán var á því víðast hvar en náði þó
óvíða út að veggjum. Gólfskánin var örþunn og hvergi yfir 4 sm
þykk en víðast aðeins þunn himna. Þykkust var hún austantil, fram-
anvert við ofninn. í gólfskáninni var talsvert af brenndum beinum
og einnig mikið af ljósum líparítsteinum á gólfinu, sem komnir eru
frá ánni. Yar mikið um slíka steina alls staðar í rústunum. Fram
undan norðvesturveggnum var dálítil dæld, sporöskjulaga og um
23x45 sm að stærð og var í henni óvenjumikið af þessum steinum.
Víða á gólfinu lágu stærri steinar, flest sótug hellublöð, sem gætu
verið frá ofninum komin. En fram undan vesturhorninu var allmikil
hrúga af hnefastórum hnullungssteinum án eldsummerkja, og sótug
hellubrot innan um. Einn þessara steina var með gati og kynni að
hafa verið kljásteinn en eins líklegt er, að steinar þessir hafi verið
hitaðir á ofninum og síðan hitað með þeim vatn í trékari.
Ofninn í austurhorni hússins var mjög áberandi hluti af húsinu
(6. mynd). Hann var örlítið hruninn, en þó sást gerðin vel. Hann
var gerður af hellum og líkastur hlóðum með hellu yfir. Til hliðanna
voru hellur á rönd, tvær hlið við hlið hvorum megin fremst og aðrar
tvær nær veggnum. Ofninn var um 70 sm breiður að utanmáli fremst
og 45 sm að innanmáli og innst í honum hella þversum við vegginn.
Lengd ofnsins inn að hellunni var um 65 sm en lengd ofns frá vegg
90—95 sm. Ofan á ofninum innst var hella og hafði önnur verið