Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Blaðsíða 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
8. mynd. Hús II, hlaða (?), neðsta gólf. Dökka kolalagið til vinstri tilheyrir
skálagólfinu, efst sést í hellumar umhverfis langeldinn í skálanum. — Plan
of House II, a barn (?). The area to the left belongs to the floor of the hall
belou' (House III), as well as part of hearth at the top.
ætla, að gengið hafi verið um tréstiga í húsið, sem hefur ekki náð að
varðveitast.
Úr suðausturhorni hússins lá lokræsi til að veita burt vatni (7.
mynd). Ekki varð vart við ræsið er húsið sjálft var rannsakað, þar
eð gólfinu vestast í húsinu hefði verið umturnað allmikið, heldur
kom ræsið í ljós síðar og var rannsakað 1965. Ræsið var þannig
gert, að grafinn hefur verið skurður inn að húsinu en ekki þó inn
úr veggnum, og síðan hefur verið boruð hola úr skurðinum inn í
húsið. Inni í húsinu virtist síðan hafa verið grunnur skurður, fóðr-
aður með hellum, meðfram gaflveggnum og þannig myndaður svelgur
í enda hússins. En utan þess hafa stórar hellur verið lagðar yfir
skurðbotninn um 2 m út frá húsinu og síðan mokað yfir, en neðar
hefur skurðurinn síðan verið opinn. Er greinilegt, að skurðurinn
hefur verið fyrir vatn, þótt hann hafi vafalaust einnig komið að
notum sem loftrás fyrir ofninn.
Að öllu athuguðu virðist þetta hafa verið baðhús eða baðstofa, svo
sem síðar kemur fram.
I húsinu fundust ýmsir smáhlutir auk ljósu líparítsteinanna, sem
fyrr er getið, en fæstir merkir. Helzt eru hnífur, lengd 17,3 sm,