Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í þvermál, með óreglulegu millibili. Þær virtust tilheyra hinum þrem-
ur byggingarskeiðum, en ekki varð séð að neitt samræmi væri í stoð-
arholum frá sama byggingarskeiði, þannig að þær virtust tæplega
tilheyra eiginlegri húsgrind. í neðsta gólflaginu voru hins vegar
nokkrar stórar stoðarholur svo og nokkrar minni víðs vegar inni á
gólfinu, þó mjög óreglulegar. Hinar vestustu virtust að líkindum
tilheyra húsi III, skála, sem þetta hús hafði að nokkru leyti verið
byggt ofan í, en um stoðarholurnar sem heild má segja, að þær voru
afar óskipulegar og er í rauninni óvíst, hvort þar hafa staðið máttar-
viðir hússins, þótt svo verði að ætla. Ekki voru heldur stoðarsteinar
á þeim stöðum, þar sem stoðarholur vantaði helzt.
Gólfið var yfirleitt fitukennt og troðið og komu allvíða í ljós ljós-
leitar skánir með grasleifum á yfirborði, sem virtust greinilega vera
heyleifar. Meðal annars af þessu álitum við, að húsið hefði verið
hlaða, enda er ekki önnur skýring nærtækari. Sunnantil í húsinu
var gólfið svart af kolum á breiðu belti frá vesturhlið og útundir
austurvegg, en síðar kom í ljós, að þarna var hluti af gólfi skálans
sjálfs, sem staðið hafði hér á undan hlöðunni. Var brún langeldsins
úti við vesturhlið hússins og náði hann inn undir miðju.
Nyrzt hallaði gólfinu allmikið uppávið og þar var allstór flekkur
af ljósrauðri ösku frá norðurtakmörkum hússins og um 3 m suður
eftir gólfinu. Hafði greinilega brunnið eldur á hellu nyrzt í húsinu
og stafaði askan þaðan. Hellan var sprungin í marga parta af hita.
Hið einkennilegasta við hústóftina var gríðarmikill hellubálkur,
sem lá eftir gólfinu miðju í sunnanverðu húsinu og nokkuð norður
frá miðju en bevgði þaðan út undir austurvegg. Hellurnar voru mjög
óreglulega lagðar og var alls ekki um að ræða stétt eða flór. Helzt
virtist svo sem hellubálkurinn væri settur til að þurrka gólfið, en fast
undir honum var þykkt vikurlag, sem hvarvetna varð vart í jarð-
veginum þarna, og talið er komið frá Heklu fyrir um 2800 árum
(Hekla 3).
Enginn inngangur fannst í hús þetta, en veggjamoldir voru óljósar
syðst á vesturvegg og á tveimur stöðum á austurvegg, án þess þó að
þar kæmu dyr í ljós svo öruggt væri.
I húsinu fundust nokkrir smáhlutir, sem gáfu þó ekkert öruggt til
kynna um notkun hússins. Helztir voru þessir:
Klébergsbrot, sótugt, úr potti með naglabroti. Fannst hátt uppi í moldum
vestanvert í tóttinni.
Járngjall, fundið víða í moldunum, einkum í vestanverðri tóttinni.
Líparítsteinar, fundnir víða um tóttina.