Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1 vestanverðu húsinu var allmikil hellulögn sem lá í um 10 sm
hæð yfir gólfinu nærfellt frá langeldinum og um 4 m vestur eftir
húsinu nær miðju og beygði þar til suðurs út að húsveggnum og inn
í hann, en þar vantaði veggjarmoldir á kafla (10. mynd). Sömuleiðis
var í austanverðu húsinu hellustétt, nokkru minni en hin fyrrgreinda,
sem lá út til endans nær norðurveggnum (13. mynd).
Greinilegt var að þessar hellulagnir gátu á engan hátt átt við hús
III, sem augljóst var frá öndverðu að var skáli af greinilegri vík-
ingaaldargerð. Helzt virtist svo sem stéttirnar tilheyrðu á einhvern
hátt húsi II, hlöðunni, án þess þó að sambandið þar á milli væri
augljóst og ekki varð séð, að þær væru stéttir í húsi. Verður við
svo búið að sitja að ekki reynist unnt að skýra tilgang stéttanna og
voru þó margar tilraunir gerðar til þess meðan á rannsókninni stóð.
Af skálanum sjálfum var miðbikið umhverfis langeldinn að mestu
óskemmt, svo og eldstæðið sjálft, meginhluti syðra langveggjarins,
tveir alllangir kaflar úr norðurveggnum skýrir og nálægt vesturgafli
var gólfið á parti þvert yfir húsið greinilegt. Inngangurinn og
hellustétt við suðurhlið var einnig mjög skýrt (rannsakað 1965), en
að öðru leyti var mjög lítið óskemmt af rústinni. Stærð og gerð húss-
ins var þó greinileg í öllum aðalatriðum, vantaði í rauninni aðeins
að geta ákvarðað lengdina til að árangurinn væri fullkominn, en
fyrir margra hluta sakir var þessi skálabygging þó einkar forvitnileg.
Skálinn (11. mynd) hefur snúið því nær frá vestri til austurs
og reyndist sem næst 6,25 m breiður innan veggja um miðju og
lengdin eitthvað yfir 19 m. Miðbik veggjanna hefur verið nærri
beint, en síðan hafa þeir sveigzt hvor að öðrum, mest á tiltölulega
skömmum kafla, þannig að húsið hefur haft hina velþekktu bog-
sveigju víkingaaldarhúsa.
Langeldstæðið var einkar snyrtilegt og vel varðveitt, gert úr hell-
um, sem voru um 5 sm lægri en gólfið og brún eldstæðisins markað-
ist af smáum hellum á rönd. Eldstæðið var um 50 sm breitt að innan-
máli og um 1,8 m langt og var hella á gólfinu við vesturenda þess,
sem virtist þó örugglega tilheyra eldstæðinu. I austurendanum var
þró, gerð af tveimur lóðréttum hellum, en hvort eldstæðið hefur náð
lengra til austurs varð ekki séð. Þróin var full af ösku sem og sjálft
eldstæðið (14. mynd).
Gólfið kringum eldstæðið var svart, troðið kolagólf, og voru í því
sjö misstórar stoðarholur, nokkuð óreglulegar, hin stærsta nær 30
sm í þvermál. Breidd gólfsins milli seta var tæpir 3 m en síðan var
skáhöll brún upp í setin, sem voru um 1,2—1,4 m breið.