Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
12. mynd. Þverakurður gegnum hús III, austanvert. Efst er gróðurmold, síðan
hreyfður jarðvegur með viðarkolum og eldfjallaösku, neðst rofmoldir, sem gætu
verið úr þaki. Ut við veggi sjást holur eftir granna stafi. — Section of east
part of House III.
Yzt á setunum, úti við vegginn, voru steinhellur og holur á milli
með jöfnu millibili, og var þetta sérkennilegt fyrir húsið (15. mynd).
Hellunum hallaði flestum inn í húsið og vottaði víða fyrir fúinni
viðarmold ofan á þeim eins og legið hefði á þeim aurstokkur eða þil.
Holurnar milli steinanna voru flestar um 5—6 sm í þvermál, lóðrétt-
ar og virtust vera eftir granna stafi. Millibilið milli þeirra var um
20—30 sm. Greinilega höfðu steinar þessir og holur gengið endanna
á milli í húsinu, því að þeirra varð hvarvetna vart þar sem ekki hafði
orðið því meira rask síðar, en til dæmis fundust aðeins holubotn-
arnir einir í norðausturhluta hússins. Þar hafði verið mokað upp
mestöllum húsgrunninum, gólfi og setum, en með mikilli varfærni
tókst að rekja þær nærfellt út að húsgaflinum, að því er telja má.
Þar var síðasta holan, sem fannst, talsvert innan við röðina, og gæti
hún hafa verið við gaflinn.
í vesturendanum, þar sem gólfleifarnar voru skýrar úti við gafl-
inn, að ætla má, voru óreglulegir steinar sums staðar á gólfinu, en
sumir þeirra gætu þó hafa verið stoðarsteinar. Yzt, nærri veggendum,
voru eins konar þrær úr hellum, um 15 sm djúpar með viðarleifum
í, og virtist svo sem þar hefðu staðið stoðir, sem þungi þaksins hefði
þrýst niður í gólfið.
Við aðra holu frá vesturenda að norðan lágu þrjár holur þvert inn
í húsið og steinar á milli. Þarna var víða viðarkennd mold og höfðu
greinilega fúnað þar raftar.
Inngangur fannst aðeins einn með vissu, en hann var mjög greini-
legur, á suðurhlið rétt austan við miðju. Þar voru stoðarholur, vafa-
lítið eftir dyrustafi, tvær beggja vegna, og virtist svo sem dyra-
umbúnaður hefði verið færður til lítils háttar meðan húsið var enn
notað. Mjög snyrtileg hellustétt lá til suðausturs um þrjá metra út
frá dyrum og hallaði frá húsinu, undan brekkunni.