Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lJf. mynd. Langeldstæði í liúsi III, dálítil þró í endanum til hægri, ef til vill
feluhola. — The hearth in House III; a “fire-pit” in the end to the right.
Brýnisbútur úr skífer.
Margir smáir klébergsmolar, sumir hrímugir, úr pottum.
Jámþynnur smáar og naglar.
Jámkrókur lítill.
Stórgripstennur, kjálkabrot og kindarleggur.
Talkflaga, líklega brýni, úr vesturenda skála.
Beinhólkur.
11 smásteinar, líklega barnaleikföng, 9 svartir, 2 ljósir, f. í veggjarbrún í suð-
vesturenda skála. Einnig fundust fleiri slíkir steinar víðar, einkum við útveggi.
Glimmerskífer, fundinn neðst í vegg syðst í skála.
Krónur af tveimur svínsjöxlum.
Brot af kvarnarsteini, fundið undir stéttinni i austanverðum skála.
Tveir kljásteinar.
HÚS IV, JARÐHÚS, 16.—17. mynd.
Þetta hús var um 60 m norðvestur af vesturenda skálans, húss III,
þar sem holtinu fer að halla til norðurs. Það var þetta hús, eða eld-
stæðið í því, sem Guðmundur Jónsson kom niður á er hann uppgötv-
aði rústirnar sumarið 1963, en húsið var ekki grafið upp og rann-