Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
19. mynd. Hús V, jarðhús, vestri helmingur að mestu uppgrafinn; yfirborðið,
með holunni sem markaði húsið óuppgrafið, til hxgri. — Pit house V, the
western part excavated, surface to the right.
greinilegar torfur með gráa sandlaginu, „landnámslaginu", í. Vestan-
til í húsinu voru slitur af gólfskánum nokkuð ofan við hið eiginlega
gólf, og virtust þær á pörtum vera tvær, hvor yfir annarri. Á efstu
gólfskáninni lá steinn með þremur boruðum götum, tálgaður úr leir
eða móbergi um 5,5xl0>2 sm, og um 4,3 að þykkt. Götin voru í fram-
haldi hvert af öðru, um 1,1 sm í þvermál, og hafði steinninn klofnað í
tvennt. Þetta var tæpast kljásteinn. Annar steinn sams konar fannst
við ofninn eða eldstæðið sunnanvert. Hann var með tveimur boruð-
um götum, en hafði brotnað. Dyr eða útgangur fannst ekki.
Moldin, sem húsið var fyllt með, var blönduð rofmoldum og ein-