Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 31
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI 35 Rannsóknin hófst vestantil og var fljótt komið ofan á mikinn hellubálk, sem reyndist vera flór í fjósi, og lá hann eins og húsið, frá suðvestri til norðausturs. Beggja vegna við flórinn komu í ljós stoðarholur, sumar allvíðar, eða um 20 sm, en aðrar miklu mjórri, eða allt niður í 6 sm. Sumar litlu holurnar voru inni við flórinn og var lítill vafi á, að þær væru eftir milligerðir milli bása, byrzlur, sem hafa verið úr tré eins og algengt var. Hvergi sást að hellur hefðu verið hafðar milli bása, og má vera, að ekki hafi fengizt nægilega stórar hellur í grenndinni til að hafa í milligerðir. Mjög erfitt reyndist að finna nákvæmlega stærð fjóssins, því að veggjahleðslur voru afar óglöggar og sáust sums staðar alls ekki. Þó sáust hér og hvar í þverskurðum mjög óljósar hleðsluleifar, og virtust veggjahleðslur vera um 80 sm þykkar og úr torfum þar sem nokkuð bar á gráa öskulaginu frá um 900, „landnámslaginu“. Virtust vera um 5 metrar milli veggja, þar sem á annað borð reyndist unnt að mæla slíkt, en lengd fjóssins var öllu ónákvæmari, líklega þó í kringum 10 metrar. Um 80—100 sm innan við veggjamoldirnar voru holuraðir í moldinni, 11 holur að norðanverðu, flestar með um 1 m millibili og vídd holanna svipuð, eða um 10 sm. Að sunnanverðu voru holurnar mun óreglulegri, einungis sex sem gátu talizt í röð, fjórar þeirra stærstar, eða 12—18 sm í þvermál, en flestar hinna minni, 5—10 sm í þvermál, og voru mjög óreglulega settar, fjórar þeirra inni undir flórnum. Þá voru tvær sunnantil í húsinu, önnur undir veggjamoldum, að því er bezt varð séð. Ekki er þó önnur skýring á holum þessum en að þær hafi verið fyrir stoðir, sem bæði hafa borið uppi þakið og stutt milligerðirnar. Yfirleitt var þetta hús mjög óljóst allt saman, flórinn var afar ósléttur og takmörk hússins óglögg. Dyr fyrirfundust engar, heldur ekki gaflveggur, en þar hefði mátt vænta dyranna. Hæð básanna yfir flórnum var einnig mjög óljós og holurnar, sem voru tómar, opn- uðust yfirleitt í sömu hæð og flórinn. Að sunnanverðu virtust stein- hellur hafa verið lagðar aftast í básana. I framhaldi af fjósinu var hús, sem eðlilegast er að skýra sem hlöðu, enda ekki önnur skýring tiltækilegri. Það var einnig mjög óljóst að allri gerð, veggjahleðslur afaróglöggar nema helzt á kafla suðaustast, en þar voru allskýrar veggjamoldir með öskulaginu frá um 900 mjög greinilegu. Þar var veggurinn rétt utan við holuraðir eftir útstafi, og má ætla, að svo hafi einnig verið annars staðar. Hol- urnar voru mjög misvíðar og misjafnt bil á milli þeirra. í norðanverðu húsinu voru stoðarholurnar 9 talsins og á tveimur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.