Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 32
36
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stöðum steinar, þar sem búast hefði mátt við holum. Holurnar voru
mjög misvíðar, allt frá 22 og niður í 5 sm. Við suðurlangvegginn voru
einnig holur um miðbik hússins og vesturhluta, en engar fundust
við nyrðri hluta veggjarins fyrr en í sjálfu horninu, þar sem tvær
smáar komu í ljós, hvor hjá annarri. Á þessum kafla voru nokkrir
steinar á stangli og virtust sumir þeirra geta verið undan stoðum.
Hlaðan hefur verið um 4,8 m breið um miðju en nokkru mjórri
til endanna, eða um 4,6 m við vesturenda og um 4 m við austurenda.
Hún virtist þannig mjókka til endanna eins og skáli. Endarnir voru
reyndar nokkuð óljósir og fundust helzt þannig, að holurnar hættu
á ákveðnu bili og þar voru smáhellur lagðar þversum yfir húsið,
eins og til að afmarka veggjarbrún. Er það þá eina tilvikið þar sem
steinar hafa verið notaðir í veggi í þessum byggingum, en ekki voru
þeir lagðir reglulega. — Takmörk fjóss og hlöðu voru að öllum lík-
22. 7nynd. Séð inn eftir liúsi VI, samanbyygðu fjósi og hlöðu. Fremst sést flórinn
í fjósinu og þar hafa fjósdymar verið, hlaðan í beinu framhaldi. — House VI,
cowshed and barn; in the foreground the drain along the middle of the floor;
the bam farther back.