Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 33
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
37
indum um 2 m austan við flórinn, en þar voru smáhellur og steinar
uppi í moldum og nokkrar smáholur einnig á því svæði. Eftir þessu
að dæma hefur hlaðan verið um 14 m að lengd, en lengd beggja hús-
anna samanlagt hefur verið um 25 m að ætla má. — Dyr fundust
engar, en ætla mætti vafalaust, að innangengt hefði verið milli fjóss
og hlöðu.
Gólfið var mjög óljóst, en víðast hvar mátti þó fylgja ljósgráu,
fitukenndu lagi, ef til vill mynduðu af heyi. 1 vesturhlutanum var
gólfið þó dökkt að lit og fitukennt, samt ekki eiginlegt kolagólf. Lítið
eitt austan við miðju hafði eldur verið kyntur á gólfinu, því að á
svæði, sem var um 60x160 sm að stærð, var aska og viðarkolaleifar
og gólfið rauðlitað eftir eld. Þykka vikurlagið var þarna fast undir
gólfinu og hafði það einnig litazt rautt af hitanum. — Gólfinu hallaði
nokkuð frá hliðveggjum að miðju, en á lengdina var það sem næst
lárétt. Smáar steinhellur lágu hér og hvar á gólfinu, en ekki mynduðu
þær neinar raðir og virtust varla stoðarhellur, nema ef til vill fjórar,
sem voru vestanvert við eldstæðið. Hefði þó mátt búast við allgildum
stoðum í húsi af þessari stærð.
1 þessum tóftum fundust örfáir hlutir. Allstórt brýni var í fjósinu
austanverðu niðri á gólfi og um miðja hlöðuna norðanverða var hníf-
ur í moldunum, um 10 sm yfir gólfi. Nálægt þar sem fjós og hlaða
mætast var í moldunum að sunnanverðu lítið járn, líkt og U í laginu
og voru endarnir vafðir upp líkt og fjöður, svipað og t. d. á sumum
eldstálum frá víkingaöld. Að auki fundust svo nokkrir gjallmolar
í tóftunum, eins og yfirleitt alls staðar þar sem rannsakað var.
HÚS VII, JARÐHÚS, 2S.—U. mynd.
Hús þetta var rannsakað 1965 og reyndist vera jarðhús með sama
sniði og hin fyrrnefndu. Það var austast á svæðinu, nokkru hærra
en hin húsin og grafið í jörð eins og þau.
Húsið hefur verið um 3,8 m að lengd og 2,8 m að breidd, sneri
sem næst frá austri til vesturs, þó lítið eitt í norðaustur-suðvestur
(23. mynd). Dýptin niður á gólf var nú um 1 m í miðju, en þar var
hola á yfirborði, sem vísaði á húsið, eins og hin fyrri. Hins vegar
virtist húsið hafa verið grafið um 90 sm niður fyrir upphaflegt
yfirborð.
Inngangur fannst enginn í þetta hús frekar en hin, og form húss-
ins var ekki fullkomlega reglulegt, hornin sljó, einkum þó suðvestur-
hornið. Yið syðri langvegginn var talsverð dreif af hnullungsstein-
um, sótsvörtum, og þar var mikil eldaska á gólfinu. Virtist sem þar