Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
uðust á ýmsa vegu án þess að unnt væri að sjá, hvort það ætti sér
orsakir í uppbyggingu hússins. Má frekar ætla, að stoðirnar hafi
skekkzt er þakið féll, en yfir gólfinu voru víða torfmoldir, sem virt-
ust vera úr þaki. Stoðir hafa þá enn staðið í holunum er þakið féll,
því að víða opnuðust holurnar uppi í moldunum allhátt yfir gólfinu.
Ekkert kom beinlínis í ljós, sem segði til um það til hvers húsið
hafði verið notað. í því fannst enginn hlutur nema eldtinnumoli,
sem fannst á norðanverðu gólfi.
HÚS VIII, SKÁLI, 25.-28. mynd.
Þessi skáli var rannsakaður sumarið 1966, en sumarið 1963 og
aftur 1965 hafði orðið vart við byggingu á þessum stað, sem þá reynd-
ist erfitt að fá botn í, en síðar sýndi það sig að vera bakhús frá skál-
anum. Skálinn stóð í þúfnaklasanum rétt sunnantil við jarðhúsið, sem
fyrst varð vart á svæðinu, og gengu prófskurðirnir inn í skálann án
þess þó að hans yrði greinilega vart þá.
Skálinn (25. mynd) hefur verið um 19 m langur í upphafi en
virtist síðar hafa verið styttur nokkuð. Hann sneri sem næst frá
austri til vesturs og voru útveggirnir greinilega bogadregnir. Breidd
um miðju innan veggja mældist um 5 m en um 3,5 við gaflana.
Nyrðri langveggurinn hefur verið úr torfi eingöngu. Hann var
varðveittur í um 30 sm hæð og sáust greinilega torfurnar með ösku-
laginu frá um 900, „landnámslaginu“. Veggurinn var bezt varðveitt-
ur um miðbikið, en vestar lækkaði hann og sáust aðeins undirstöð-
urnar, en greinilega kom þá í ljós, að þetta var veggurinn, sem grafið
var gegnum á tveimur stöðum 1963, er könnunarskurðir voru gerðir
á svæðinu. En sökum þess, hve gólfskánin var óveruleg alls staðar í
húsinu kom ekki glöggt fram, að um hús væri að ræða. — Austur-
hluti veggjarins var hins vegar mjög ógreinilegur, svo sem síðar
segir. Veggurinn var um það bil 1,5 sm þykkur um miðbikið en
þynnri til endanna.
Suðurveggurinn var með nokkuð öðru móti. Þar sáust rofmoldir
mjög ógreinilega og er líklegt, að veggurinn hafi verið rifinn til
grunna. En fast innan við veggstæðið voru steinaraðir, smá hellu-
blöð með um 10—15 sm millibili, í einni röð og stundum tveimur.
Vesturendi hússins var allgreinilegur. Torfmoldir úr gaflveggn-
um sáust greinilega og þar voru lítil hellublöð á rönd í útbrún gafls-
ins, hvert við annað. Þetta kom þó ekki í ljós fyrr en 1967 er vegg-
urinn var rannsakaður betur. — Austurgaflinn var hins vegar öllu
óljósari og virtist húsið hafa verið stytt í þann enda.