Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 41
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
45
28. mynd. Bakhýsi viö skálann, Hús VIII, séö til norðurs. Hælar voru set.tir
í holumar viö vegginn og sjást á myndinni. — Back house, built on to the hall,
House VIII; modern pegs mark the holes at the wall.
Rómverskur peningur, antoninianus af sláttu Tacitusar keisara (275—270), f. í
rofmoldum í austurenda skálans.
Klébergsstykki allmörg úr pottum, þar á meðal tvö sem virtust geta verið
pottbætur, annað fundið suðaustantil í skálanum, hitt vestan við vestri inngang-
inn.
Snældusnúöur úr klébergi, f. suðaustantil í skálanum.
Hnefi (?) úr hneftafli úr sandsteini, f. í moldum við langeldinn.
Sörvistala úr gulu gleri, þrískipt, f. vestan við eystri dyrastétt.
Brýnisbrot, hnífar, jámmolar o. fl. smálegt.
IIÚS IX, SKÁLI, 29.—31. mynd.
Þriðji skálinn í Hvítárholti var fast sunnanvið þann, sem rann-
sakaður var fyrst, og voru aðeins um 5 m á milli. Þarna var á yfir-