Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 42
4G
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
borðinu þúfnakargi, um 20 m langur og um 8 m breiður og líktist
í fljótu bragði hústóft. Prófgryfjur á þessum stað höfðu ekki gefið
ákveðið til kynna að þar væri bygging, það var ekki fyrr en tekið
var fyrir stærra svæði til rannsóknar að húsið kom í ljós, enda var
það mjög óljóst víða, einkum þó gólfið.
Skáli þessi sneri frá austri til vesturs með framhlið í suður, undan
brekkunni. Skálinn reyndist 16,3 m langur innan veggja og 4,95 m
breiður um miðju en mjókkaði til endanna eins og hinir fyrrnefndu,
og var hann sem næst 3 m breiður við gaflana. Veggir höfðu verið
úr torfi, aflöngum torfum líkum streng, eins og veggirnir í hinum
skálunum tveimur, og sást „landnámslagið“ hvarvetna í torfunum.
Bakveggurinn var greinilegastur, en hann var varðveittur í um 30
sm hæð og var þykktin um 80 sm. Framveggurinn var álíka þykkur
en ekki eins vel varðveittur, og sást hann þó glögglega. Gaflveggir
voru hins vegar miklum mun þynnri, að því er séð varð, og virtist
reyndar sem þeir hefðu verið gerðir af einfaldri torfhleðslu, aðeins
30—40 sm þykkri, sem mold hafði síðan verið mokað að, því að í
þverskurði við vesturvegginn kom moldarfyllingin greinilega í ljós.
Lágu kola- og vikurlög í moldinni þar skáhallt upp að veggnum.
Hvergi hafði verið hleðslugrjót í veggjum frekar en annars staðar í
byggingunum.
Útidyr hafa verið aðeins einar, á vestanverðri íramhlið. Voru um
70—80 sm milli dyrakampa, en ekki voru dyrnar flóraðar að öðru
leyti en því, að ein væn hella og nokkrir minni steinar voru milli
dyrakampanna. Gólfið í dyrunum var nokkru lægra en fyrir innan.
Ekki varð séð, að húsinu hefði verið skipt með þverþiljum. Gólfið
var samfellt milli gafla, hækkaði samt nokkuð til endanna. Eldstæði,
langeldur, var á gólfinu nokkru austan við miðju, einfalt í sniðum
og mun einfaldara en eldstæðin í hinum skálunum báðum. Það var
gert af smáhellum, sem lagðar voru í gólfið og sköruðust sumar hverj-
ar, og að sunnanverðu voru tvær hellur á rönd, en annars virtust
ekki hafa verið hellur umhverfis eldstæðið. Öskuskán var í eldstæð-
inu og í kring um það.
Gólfið var slétt og gólfskán víðast hvar ógreinileg, þó var örþunn
kolaskán á litlum bletti umhverfis eldstæðið. Víða var ryðskorpa á
gólfinu, eins og útfelling úr vatni, sem staðið hefði á gólfinu. Rétt
undir gólfinu var þykka vikurlagið, Hekla 3.
Á vesturenda gólfsins lágu nokkrar hellur í beinni röð. Sumar
þeirra sköruðust lítillega og virtust þær greinilega vera tilheyrandi
húsinu frá upphafi. Hins vegar voru nokkrar hellur og hellubrot á