Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 47
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
51
morknum kindabeinum undir hellusteini. Veggjamoldir urðu ekki
greindar og hljóta þó að hafa verið torfveggir að húsinu.
Svo virtist sem bakhús þetta hefði verið lengt til vesturs og hefur
það þá orðið alls um 6 m langt meðfram skálanum, en viðbótin hefur
ekki verið höfð eins breið og upphaflega húsið, eða aðeins um 3,2
m. Gólfið í þessum yngra parti var mun ógreinilegra en í hinum eldra,
að undanskildum kafla á mótum húsanna, og fyrir vikið var sneitt
af vesturenda hússins með prófskurði án þess að tekið væri eftir. —
Norðurbrún hússins var mjög greinileg, þar sem húsið var þar
grafið niður í óhreyfða jörð og voru stoðarholur innan við veggjar-
brúnina. Greinilega sást þó fyrir norðvesturhorni hússins.
Hellur lágu á gólfinu þarna við vegginn og voru sumar þeirra
greinilega ekki tilheyrandi húsinu í upphafi. Einnig lágu stakar hell-
ur víða um gólfið, sumar þeirra ef til vill stoðarhellur.
Að líkindum hefur útbyggingin verið búr eða geymsluhús, en eng-
in merki sáust eftir sái eða jarðkeröld í gólfi.
1 húsum þessum, skálanum og bakhúsinu, fundust allmargir smá-
hlutir, flestir af svipuðu tagi og áður höfðu fundizt við rannsókn-
irnar. Er þar einkum að nefna eftirfarandi:
Pottbrot úr klébergi.
Kvamarstcinsbrot.
Króna af svínsjaxli.
Brýni tvö úr skífer.
TaflmaSur úr steini.
Silfurflís örsmá, ef til vill hlekkur.
Perlur tvær.
Hnífar o. fl. smólegt.
HÚS X, JARÐHÚS, sjá 29. mynd.
Undir vestanverðu bakhúsinu við skálann síðastnefnda reyndist
vera jarðhús, og var það síðasta húsið, sem vart varð á staðnum. Það
var af sömu gerð og þau fjögur, sem áður höfðu verið rannsökuð á
þessum stað. Gólfhæð þess var um 40 sm undir gólfi bakhússins og
greinilegt var, að það var í engu samhengi við það né skálann, hefur
aðeins verið fyrir á staðnum, er þau hús voru byggð og þá verið fyllt
upp og jafnað fyrir seinni byggingunni, hafi það enn verið opið.
Jarðhúsið sneri frá norðvestri til suðausturs. Það var aflangt, um
3,8 m langt og um 2,4 m breitt og sljóhyrnt. Greinileg þunn kola-
gólfskán var um allt gólfið út undir veggina en smáholur, flestar um
6 sm í þvermál, voru hringinn í kring úti við veggina með um 25 sm