Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
millibili. Sumar holurnar voru nokkru meiri í þvermál, einkum þær
er voru í vestasta horninu svo og ein, sem var rétt innan við miðbik
norðurveggjar. Þessar holur voru um 8—10 sm í þvermál. — Ein
stór, aflöng hola var inni í gólfinu nálægt austurhorninu og var mesta
stærð hennar um 20 sm. Fjórar örsmáar holur voru inni á gólfinu ná-
lægt miðbiki þess.
Við suðurhliðina voru hrúgur af smásteinum, hellubrotum, er höfðu
greinilega brotnað í eldi sum hver. Þarna reyndust líka hafa verið
tvö eldstæði, ferhyrndar holur, um 25 sm hver hlið, grafnar niður í
gólfið úti við veggina. Dýptin var um 15 sm, en ekki var að sjá að
þær hefðu verið fóðraðar á neinn hátt með steinum eða að hellur
hefðu verið yfir þeim, en aftan við aðra þeirra var lóðrétt hella úti
við vegginn. — Við vesturgaflinn voru nokkrar hellur í hrúgu, senni-
lega komnar þangað af tilviljun, og var klébergsbrot á meðal þeirra.
Um þetta jarðhús er annars hið sama að segja og hin fyrrnefndu,
að hvergi varð vart dyra eða inngangs, veggjarhleðslur fundust eng-
ar, og vegna þess, að byggt hafði verið aftur á þessum stað, var ekki
hægt að sjá, hve djúpt húsið hafði verið grafið í jörð í upphafi.
Hlutir þeir, sem í jarðhúsinu fundust, voru fáir og segja fátt um
notkun þess. Helzt er að nefna slcæri með sauðaklippulagi, fundin
í norðvesturhorni hússins, nokkur klébergsbrot úr pottum, hníf og
annað smærra.
Yfirlit.
Þær byggingarleifar, sem voru grafnar úr jörðu þarna í Hvítár-
holti á árunum 1968—1967 voru harla óvæntar á þessum stað. Ekk-
ert var vitað úr heimildum um byggð þarna og rústirnar, sem ofan-
jarðar sáust, voru afaróljósar og reyndar í fáu athyglisverðari fljótt
á litið en margar aðrar gamlar rústir, sem víða má sjá um landið
og þykja oft ekki afar forvitnilegar. Rústirnar höfðu ekki gefið neitt
tilefni til ágizkunar um byggð þarna, enda hafa þeir, sem á annað
borð veittu þeim nokkra athygli, vafalaust talið þær af útihúsum
frá jörðinni Hvítárholti sem nú er.
Hvítárholt, það sem nú heitir svo, virðist ekki gömul jörð. 1 Jarða-
bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er þess getið sem eyðihjá-
leigu frá jörðinni Isabakka (1709). Þar segir: „Hvítárholt hét hjá-
leiga við Hvítá í Isabakka landi, öðru nafni kallað Árnakot, hefur
nú í auðn legið undir 20 ár, þar fyrir byggt með kippum og lengi
legið í eyði þess á milli, fyrsta byggðin er annars fyrir manna
minni“.2