Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nesi í Svarfaðardal og hoftóftina svonefndu á Hofstöðum í Mývatns-
sveit.:! 1 nálægum löndum höfum við til samanburðar rústirnar í Seyr-
vogi, Fuglafirði og Kvívík í FæreyjumA Jarlshof á Orkneyjum,5
og síðan hinar stórkostlegu dönsku byggingarleifar í herstöðvunum
Trelleborg, Aggersborg og Fyrkat.0 Allar þessar byggingar eru af
sömu megingerð.
Lítum fyrst á stærstu húsin, skálana. Hér er um að ræða hús, sem
eru allt að 20 m að lengd. Sá þeirra, sem unnt er að mæla með vissu,
hús IX, hefur verið um 16,8 m langur að innanmáli, hús VIII hefur
verið sem næst 19 m og hús III að minnsta kosti 19 m og líklega
nokkru meira. JBreiddin hefur verið um miðju 5—6 m, veggir úr
torfi, set meðfram veggjum og langeldur, misjafnlega vandaður á
gólfi. Ekki þarf lengi að virða fyrir sér uppdrættina til að sjá, að
þeir fylla flokk með híbýlum víkingaaldarmanna hér á landi og í ná-
grannalöndunum, á norræna menningarsvæðinu. Varla er um nein
meiri háttar frávik að ræða, þótt hér komi ýmis minni háttar atriði
fram, sem nýjung er í að kynnast.
Varla er vafamál, að skálinn, sem fyrst var rannsakaður, hús III,
sé elztur þeirra allra. Þrátt fyrir skemmdirnar, sem orðið höfðu á
honum við síðari umrót á staðnum, var greinilega hægt að gera sér
grein fyrir, hvernig húsið hefði verið í öndverðu.
Eitt fornlegasta atriðið í þessum skála eru stoðarholurnar, stórar
og miklar holur, einkum kringum langeldinn. Þetta virðist benda til
10. aldar, en síðar hafa menn farið að láta stoðirnar standa á steinum,
því að stoðir í gólfi hafa vafalaust fúnað fljótt. Virðist svo sem
þessi breyting, frá stoðarholum til stoðarsteina, eigi sér stað á 11.
öld, eða um 1000, en í hinum skálunum tveimur í Hvítárholti voru
yfirleitt stoðarsteinar en ekki holur svo heitið gæti.
Athyglisvert er þó, að stoðarholurnar í þessum skála voru ekki
fullkomlega á þeim stöðum, sem búast hefði mátt við. Þær voru að-
eins kringum langeldinn, en millibilið þó sums staðar mjög stutt og
eins og stoðir hafi ekki verið settar reglulega, t. d. að sunnanverðu.
Þar var líkast því sem staðið hafi aukastoðir, en einnig geta ein-
hverjar þessara hola verið frá síðari byggingu þarna.
Óvenj ulegt atriði og reyndar torskýranlegt í skálagerðinni eru hell-
urnar með holum á milli úti við veggina. Greinilega hafa þær fylgt
veggjunum alla leið, því að holanna varð vart alls staðar þar sem
veggjaleifar fundust, og er nærtækast að skýra þetta sem einhvers
konar undirstöðu að innvegg eða veggklæðningu. Óljósar timburleif-
ar fundust ofan á hellunum og má því vera, að litlir stafir hafi staðið