Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS verið til að hita húsið og þvottavatn, enda er líklegt, að steinarnir, sem lágu á vestanverðu gólfi, hafi verið hitaðir á ofninum og settir síðan í vatn til hitunar. Einnig er sennilegt, að vatn hafi verið gefið á ofninn til að gera gufu, en óhreinu vatni síðan veitt burt um lokræsið. Varla hefur verið ástæða til að hafa slíkt ræsi, ef ekki hefði verið borið talsvert vatn í húsið. — Bekkir úr tré hafa síðan verið meðfram veggjum, þar sem menn gátu setið á eða legið. Önnur skýring á notkun hússins er vart líklegri. Þótt erlendis finnist oft kljásteinar eða aðrir smáhlutir, sem benda til hannyrða kvenna í slíkum húsum, var því vart til að dreifa hér. Að vísu fannst einn og einn kljásteinn, eða steinn sem gæti hafa verið kljá- steinn, en þeir voru nánast lausafundir og segja lítið um það, hvort vefstaður hafi verið í húsunum eða ekki. Hin jarðhúsin í Hvítárholti voru nánast að kalla eins og hið fyrsta, að því undanteknu, að ræsi voru ekki frá þeim. Eldstæðin voru einnig misjafnlega vönduð, sums staðar aðeins leifar einar eftir, eða að umbúnaður hefur nánast enginn verið í upphafi, en í einu húsi öðru, húsi IV, var myndarlegur ofn úr grjóti, þó mjög einfaldur. Er heldur ólíklegt, að húsin hafi verið höfð til fastrar íveru; þau hafa verið loftlaus og rakasöm að ætla má og virðist því mega telja, að þau hafi aðeins verið notuð skamma stund í einu, og þá kemur baðstofan mjög til greina. Virðist mér næst að ætla, að húsin hafi öll verið baðstofur, notaðar á ýmsum tímum. Til þessa bendir einkum ofninn eða eldstæðið í húsunum, ræsið í einu þeirra og ummerkin, þótt lítil væru, eftir palla meðfram veggjum12. Erfitt er að segja um innbyrðis tímaröð jarðhúsanna, enda eru þau næsta lík hvert öðru. Greinilegt er þó, að hús X er eldra en skálinn, hús IX, að minnsta kosti eldra en útbyggingin, þar sem það var undir henni, en hún er að öllum líkindum jafngömul skálan- um. Líklegt má telja, að þetta hús tilheyri elzta byggingarskeiðinu, skálanum, húsi III, en um innbyrðis aldur hinna húsanna er erfið- ara að segja. Aðeins eitt þeirra, hús IV, var greinilega fyllt með eldösku og sorpi, og hefur hún sennilega komið frá skálanum, húsi VIII, þar eð jarðhúsið er svo skammt frá honum. Ætti það því einnig að vera frá elzta byggingarskeiðinu. Að vísu er það nokkurn spöl frá elzta skálanum, en ekki þarf beinlínis að breyta neinu, enda má benda á, að enginn skáli fannst nærri austasta jarðhúsinu, húsi VII, þótt auðvitað sé ekki loku fyrir það skotið, að skáli kynni að hafa verið enn austar, þar sem nú var búið að rækta upp tún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.