Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 61
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI 65 vatn í Hvítá, en einnig er lítil lind sunnanvert í holtinu, sem þomar að vísu á sumrin. Hins vegar er ekki ólíklegt, að þetta atriði, skort- ur á góðu vatnsbóli við bæinn, hafi átt sinn þátt í að bærinn lagðist í eyði eða var fluttur. Hvítá leggur á vetrum og þá getur hafa verið erfitt um vatn, einkum fyrir búfénaðinn. Einnig kann að vera að Hvítá hafi á annan hátt stuðlað að eyðingu byggðarinnar, hún hafi flætt yfir mýrarnar að vetri til, eins og stundum gerist enn, og búpeningurinn farizt að miklu eða öllu leyti. Slík flóð verða helzt í asahlákum að vetrum, áin bólgnar upp og ryður sig og fer fram allar mýrar, þannig að búpeningi, sem þar er, er hætta búin. I upp- hafi hafa menn verið óviðbúnir slíkum ákomum og ekki varazt að bjarga búpeningi sínum, sem kann að hafa verið úti, og hafi bóndinn liðið alvarlegar búsifjar af slíkum völdum, eða þá að hann hefur séð þá hættu, sem staðurinn bauð upp á að þessu leyti, er ekkert lík- legra en að hann hafi tekið þann kostinn að flytja bæinn á hentugri stað. Eins og fyrr segir var ekki vitað um byggð á þessum stað fyrr en rústirnar fundust af tilviljun 1968. Fornritin geta hvergi um byggð hér. Landnáma getur landnáms í Hrunamannahreppi þannig, að bræðurnir Bröndólfur og Már Naddoddssynir hafi numið hrepp- inn svo vítt sem vötn deila, og hafi Bröndólfur búið að Berghyl en Már að Másstöðum. Berghylur er enn bær með því nafni en Másstaðir eru ekki þekktir lengur. Fornbærinn 1 Hvítárholti gæti, tímans vegna, verið Másstaðir, en óljóst er til orða tekið í Landnámu, enda örnefnið Selslækur, sem nefnt er og gæti skipt máli í þessu sambandi, týnt nú. Augljóst er þó af Landnámu, að Þorbjörn laxa- kappi keypti neðsta hluta landnáms Más og bjó að Hrepphólum, þannig að Másstaðir virðast augljóslega hafa verið á svæðinu milli Hrepphóla og Berghyls og ekki er vitað um aðra fornbæi á þessu svæði en þann, sem hér hefur verið skýrt frá23. FORNGRIPASKRÁ Yið rannsóknina fundust margir smáhlutir, merkir og ómerkir, eins og al- titt er við rannsóknir af þessu tagi. Var allt slíkt hirt, sem einhverju máli þótti skipta. Síðar var svo sumt tínt úr, sem ekki var talin ástæða til að geyma, svo sem mikið af járngjalli, sem allmikið var hirt af í upphafi, en síðar aðeins geymd sýnishorn af, svo og steinar, sem geta hafa verið kljásteinar og voru hirtir sem slíkir, en sem vissa er ekki fyrir, að verið hafi. Þar var yfirleitt um að ræða steina með götum frá náttúrunnar hendi, sem skáru sig í rauninni ekki frá öðrum steinum. Sama er að segja um ókennileg járnbrot, flest örsmá. Þeim var yfirleitt ekki haldið til haga, nema einhver lögun sæist á þeim eða þau væru því stærri. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.