Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 63
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
67
313 Sýnishom af heyleifum, af neðsta gólfi húss II (hlöðu?). _
314 Sörvistala úr fölgrænu gleri, um þriðjungur, lengd 1,1 sm. Ur sama húsi.
315 Sjöstrendur steinmoli, lengd 1,7 sm, br. 0,7 sm. Einkennilega viðloðunar-
kenndur. Af gólfi sama húss, norðanverðu.
310 Taflmaður, líklega hnefi úr hneftafli, tálgaður úr leirsteini. Hann er
nær sívalur neðst en skorinn á hann haus og krosslaga skorur efst á
hausnum, önnur dýpri. H. 3,7 sm, mesta þvm. 2,1 sm. Af neðsta gólfi
sama húss, norðanverðu.
317 Nagli, lengd 5,1 sm. Af gólfi húss I (jarðhúss).
318 Nagli, lengd 3,4 sm. Af gólfi sama húss.
319 Brýnisbrot, lengd 3,4 sm. Af gólfi sama húss.
320 Brýnisbrot úr skífer, lengd 7,5 sm, Af gólfi sama húss.
321 Jámmolar og naglabrot, 4 stk., sá lengsti 8,1 sm. Af gólfi sama húss.
322 Bein úr húsdýrum, aðallega leggjabein úr stórgripum, mjög fúin, einnig
kindarleggur. Fundin í prófskurðum og fyllingarmoldum húsa I (jarðhús)
og II (hlöðu?).
323 Sýnishorn af hvítum líparítsteinum, einkum úr prófskurðum milli húss
JV (jarðhúss) og VIII (skála). Steina af þessu tagi var hvarvetna að
finna í rústunum.
324 VitSarkolasýnishorn af gólfi húss II, en mun tilheyra langeldinum í húsi
III (skála).
325 Viðarkol úr lurki af gólfi húss I (jarðhúss).
326 Rauður leirsteinn með slípuðum fleti, gæti verið litsteinn. Mesta stærð
7,7 sm. Úr fyllingu húss II (hlöðu?).
401 Ferhymd jámplata, mesta stærð 6,5 sm. Af gólfi húss III (skála), við
langeldinn.
402 Fjórir járnnaglar, lengd 2,0—4,5 sm. Úr sama stað.
403 Járnkrókar, lengd 4,8 sm., krókur beygður á hvorn enda og mynda þeir 90°
horn sín á milli. Óvíst til hverra nota, ef til vill einhvers konar hlekkur. -
Úr fyllingu sama húss, við langeldinn.
404 Stórgripstennur, kjálkabrot og bútur af kindarlcgg. Fundið í fyllingar-
moldum sama húss.
405 Kindarleggur, stórgripsleggur og brot af stórgripabeinum. Úr fyllingu
húss III (skála), austanverðri.
406 Klébergsmoli úr potti, mesta stærð 3 sm, þykkt um 1,5 sm. Úr fyllingu
í suðurhluta sama húss.
407 Leggbútur af stórgrip, lengd 13 sm. Úr sama stað.
408 Kljásteinn, úr prófholu sunnan við hús II (jarðhús).
409 Járnklumpur, mesta stærð 10 sm, líklega kaka úr járnbræðsluofni. F. í
nyrðra seti í húsi III (skála).
410 Jámflaga, mesta stærð 2,9 sm. Af gólfi sama húss.
411 Talkflaga, brýni?, lengd um 13 sm er hún fannst, hrundi að mestu sundur
er hún þornaði. Af gólfi í vesturenda sama húss.
412 Beinsívalningur, örsmár, brenndur, lengd 1,2 sm, þverm. 0,5 sm. Óvíst til
hvaða nota, hefur verið lengri. Úr sama stað.
413 Járnflaga, mest stæi'ð 7 sm. Úr fyllingu sama húss.
414 Brenndur köggull úr sauðarfæti('!) lengd 2 sm. Úr fyllingu sama húss, suð-
austast.
415 22 smásteinar, ljósir líparítsteinar og dökkir blágrýtissteinar, voru í hrúgu
suðaustast í sama húsi, líklega barnaleikföng.
416 Tveir klébergsmolar úr potti, mesta stærð 4,4 sm. Úr fyllingu sama húss.
417 Glimmersteinn, mesta stærð 4 sm, gæti hafa verið brýni. Úr sama stað.
418 Járnkrókur, lengd 4,8 sm, krókur beygður á annan enda. Úr sama stað.