Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 64
68
ÁEBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
33. mynd. Þrjár glerperlur, nr. 605, 611 og 314; blýmet nr. 761; fjórir snældu-
snúðar, nr. 701, 606 (ofar), 610 og 618 (neðar). Lítið eitt smækkað. — Three
glass beads; a balance weight of lead; four spindle whorls of stone.—
Photo: Gísli Gestsson.
419 Krónur af tveimur svínsjöxlum, mesta stœrð 1,8 og 2,1 sm. Úr fyllingu sama
húss.
420 Viðarkolamolar, úr fyllingu sama húss.
421 Brot af kvamarsteini, yfirsteini, mesta haf nú 27 sm, úr stéttinni í austan-
verðu húsi III (skála). Radíus steinsins frá gati er 18 sm og þvermál hans
hefur verið um 42 sm. Steinninn er úr hraungrýti og hefur verið sléttur að
ofan, engin bryggja við augað.
422 Viðarkol úr kolabing, sem var utanvið norðurvegg sama húss, á móts
við langeldinn.
423 Brot af kvamarsteini, yfirsteini, mesta haf nú 26,5 sm. Steinninn er gerður
úr hraungrýti, illa tilhöggvinn að ofanverðu en að neðan beygist flöturinn
upp við augað. Radíus frá gati er 18 sm og þvermál steinsins hefur verið
um 40 sm. Engin bryggja hefur verið við augað. Úr stéttinni í austan-
verðu sama húsi.
424 Brýni úr skífer, mjög slitið og hefur brotnað þar sem mjóst er, lengd 7,5 sm,
Við endann hefur verið sorfin rauf umhverfis, jiannig að bera mætti í
bandi. F. í sama húsi.
425 Brýni úr skífer, brotið, lengd 8,1 sm. F. í sama húsi, vestarlega.
501 Bronsþynna með tveimur götum, ef til vill af sprota. Br. 1,1 sm, lengd 1,1 sm,
hefur brotnað um efra gatið. Úr fyllingu húss IV (jarðhúss).
502 Húsdýrabein ýmiss konar, stói'gripabein, kindabein og höfuðbein úr svíni.
Úr sama stað, en húsið hafði verið fyllt með soi'pi, eins og fyrr er nefnt.
503 Viðarkolamolar, úr sama stað.
504 Stórgripatennur, úr fyllingu húss nr. V (jarðhúss).
505 Viðarkol úr sama stað.
506 Járngjall, úr sama stað.
507 VefjarskeiðC!), úr hvalbeini, f. á gólfi í austurhluta húss IV (jarðhúss).