Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
35. viynd. Tveir klébergshlutir, nr. 620 og 622, líklega til þess að bæta með eða
spengja potta. Lítið eitt meira en helmingsstærð. — Two soapstone objects,
probably “patches”, intended to mend broken pots. — Photo: Gisli Gestsson.
523 Tinnumoli, eldtinna, mesta haf 2,3 sm, f. á norðanverðu gólfi í húsi VII
(jarðhúsi).
524 Flís úr skífer, lengd 4,6 sm, f. á gólfi húss VI (jarðhúsi).
525 Bogið járn, sigðarlaga, virðist hafa haft egg. Gæti verið blað af smásigð
eða sniðli. L. 6,5 sm, br. um 1 sm. F. í fyllingu húss VI (hlöðu), austarlega.
601 Klébergsbrot tvö úr sama potti, mesta haf 8 og 7,7 sm. Þykkt við brún
hefur verið 1,1 sm. Ur húsi VIII (skála), við miðjan suðurvegg.
602 Hrafntinnumoli, stærð 4,8 sm, úr sama stað.
603 Viðarkol, úr sama stað.
604 Klébergsbrot úr potti, mesta haf 13,3 sm. Stykkið er úr botni og hefur
potturinn verið þar um 1,1 sm að þykkt en þykkast 3,1 sm neðst á hliðinni.
F. í húsi VIII (bakhúsi við skála).
605 Sörvistala úr gleri, svört með grænum röndum og þremur kjörnum í rauðum,
hvítum og gulum lit. Þ. 1,5 sm, þvm. 1,8 sm. Úr sama húsi, norðarlega á
gólfi.
606 Snældusnúður úr sandsteini, þ. 1,7 sm, þvm. 3,2 sm. Úr sama húsi, fyllingu
í gryfjunni.
607 Taflmaður, hnefi(?), úr sandsteini, sívalur, dregst lítið eitt að sér efst,
hola boruð í efri endann. H. 3,7 sm, þverm. 3,2 sm. Fundinn í moldum
yfir langeldinum í húsi VIII (skúla).
608 Klébergsbrot úr potti, mesta stærð 11,1 sm, þykkt um 2,5 sm. Sótugt utan.
F. á eystri dyrastétt húss VIII (skála).
609 Nagli, lengd 4,1 sm, f. á gólfi við langeld í sama húsi.
610 Snældusnúður úr klébergi, flaski brotinn af. Snúðurinn hefur verið 1,9
sm þykkur og um 3,5 sm í þvermúl. F. syðst 1 sama húsi á móts við austur-
enda langelds.