Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 69
SÖGUALDARBYGGÐ í HVÍTÁRHOLTI
73
37. mynd. Koparþeningur, rómverskur
antoninianus, nr. 616, báðar hliðar. Rétt
stærð. — A Roman eopper coin, antonini-
anus from 275-276 A. D. Natural size. ■—
Photo: Gisli Gestsson.
639 Járnkrókur af löm eða hurðarkrókur. L. 6,3 sm, lykkja beygð á annan
endann, krókurinn sjálfur brotinn af. F. í sama stað.
640 Klébergsmoli úr pott.i, mesta stærð 3,8 sm, þ. 2,2 sm. F. í sama stað.
641 Járnmolar 40 stk., naglabrot o. fl. F. á ýmsum stöðum í húsi VIII (skála).
642 Tangi af hníf, trjáleifar sjást af skaftinu, lengd 10,5 sm. F. undir þvervegg
í búsi VIII (skála).
643 Járnflaga mcð tveimur nöglum, lengd 10,7 sm, br. 4,7 sm. F. í sama stað.
Ov. til bverra nota.
644 Stórgripstennur og vala, úr húsi VIII (bakhúsi).
701 Snældusnúður úr grænum leirsteini, þ. 2,2 sm, þvm. 4,2 sm. F. á gólfi húss
VII (skála), hafði komið upp í frostum.
702 Pottbrot úr klébergi, mesta stærð 7 sm, brúnarstykki, þ. 1,6 sm., gat
hefur síðar verið borað á stykkið. Úr húsi IX (skála).
703 Hrafntirinumolar tveir, 3,3 og 2,4 sm. Úr sama stað.
704 Pottbrot úr klébergi, mesta stærð 6,8 sm, brúnarstykki, þ. 1,6 sm., borað gat
í brotsárinu. F. vestan við hús VIII (skála).
705 Klébergsbrot úr potti, brúnarstykki, mesta stærð 15,1 sm. Járnnagli, frá
höldu(?), fastur í gati rétt við brúnina. Potturinn hefur verið óvenjustór,
líklega ekki minni en um 40 sm í þvermál. F. í húsi IX (skála).
706 Brot af kvarnarsteini, yfirsteini, úr hraungrýti, mesta haf 17,6 sm. Neðri
flöturinn sveigist lítillega uppávið, að ofan er steinninn óvandlega tilhöggv-
enda efnið heldur slæmt. Virðist geta verið úr sama steini og 421, sem fannst
í liúsi III (skálanum elzta). F. í húsi IX (skála), uppi i moldum, norðantil.
707 Klébergsbrot, smá, 8 stk., úr fleiri en einu íláti. Eitt þeirra er úr potti,
sem hefur verið um 2,2 sm að þykkt, og er naglagat i brotsári. Flest hin
virðast úr sama ílátinu, potti, sem verið hefur óvenjuþunnt, aðeins um
0,8 sm. F. í húsi VIII (skála).
708 Hnífur, lengd 8,4 sm, f. á gólfi við suðurvegg húss VIII (skála).
709 Hnífur, oddbrotinn, lengd 7 sm. F. á sama stað.
710 Brot af járnteini með auga, lengd 3,5 sm. Óvíst til hverra nota. F. í austur-
enda húss VIII (skála).
711 Járnkrókur, lengd 5,4 sm. Annar endinn beygður í auga, hinn um 90°. F. í
fyllingu húss IX (skála), vestarlega.
712 Króna af svínsjaxK, f. i sama húsi, norðanverðu.
713 Nagli, lengd 5 sm, f. í sama húsi.
714 Tvö járnbrot., mest stærð 3,8 og 5,5 sm. Óv. til hverra nota. F. í sama húsi,
austast.
715 Pottbrot úr klébergi, mesta stærð 13 sm, þykkt um 1,8 sm. F. í sama húsi,
austast.
716 Nagli, lengd 3,5 sm. F. í sama stað.
717 Stórgripstennur, líklega allt hrosstennur, 18 stk. F. víða á gólfi í sama
húsi.
718 Nagli, stór með haus, lengd 5,6 sm. F. í sama húsi, um miðju.
719 Brýni úr skífer, lengd 6,7 sm, brotið af enda. F. í sama stað.
720 Brýni úr skífer, lengd 8 sm. F. í sama stað.