Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 70
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
721 Tafla úr hneftafli, tálguð úr leirsteini. H. 2 sm, þvermál 2,8 sm. Örlítil
hola boruð í botninn. F. í sama húsi, rétt við norðurvegg.
722 Járnkengur, lengd 3,3 sm. F. í sama húsi.
723 Vilcurmoli, vikurkol, með slípuðum flötum og skoru. Mesta stærð 3,6 sm.
Ur sama húsi.
724 Sörvistala úr gleri, mjög oxyderuð og orðin hvít að lit. Þykkt 0,8 sm,
þverm. 1,2 sm. F. í sama húsi, uppi í moldum.
725 Hnífur, odd- og tangabrotinn, lengd 7,4 sm. F. í moldum í sama húsi.
726 Hestbroddur eða sylgja, lengd 7,4 sm. Úr botninum gengur gaddur, líkur
naglahaus. F. í sama stað.
727 Sakka úr klébergi, sívöl og gengur að sér til endanna. Rauf höggvin um-
hverfis eins og á vaðsteinum. L. 10,8 sm, br. um miðju 5 sm. Efnið er gróft
kléberg og laust í sér. F. í húsi IX (skála), á sunnanverðu seti um miðju.
34. mynd.
728 Vikurmoli, slípaður, e. t. v. vikurkol. Mesta stærð 2,6 sm. F. í sama húsi,
norðanverðu.
729 Silfurflís, ef til vill hlekkur úr festi, nú opinn. L. 0,6 sm. F. í sama stað.
730 Járnmoli, aflangur, lengd 5,5 sm. F. í sama stað.
731 Snældusnúður úr klébergi, brotinn í miðju eða ef til vill hálfsmíðaður, úr
grófu og slæmu efni. Þvermál um 5 sm. F. í sama húsi, sunnanverðu.
732 Rónagli, lengd 3,9 sm. F. í sama húsi, um miðju.
733 Vikurmoli, vikurkol, dökkur með slípuðum rákum, mesta stærð 7 sm. F. i
sama húsi, um miðju, að sunnanverðu.
734 Hnífur, lengd 8 sm. F. í sama húsi, austanverðu.
735 Brýni úr gráum skífer, ferstrent, lengd 6,1 sm. F. í sama húsi, austanverðu.
736 Járnkrókur, lengd 4 sm, báðir endar beygðir gagnstætt. F. á sama stað.
737 Viðarkol, f. norðvestast í sama húsi, virðast eldri en það.
738 Kljásteinn, mesta stærð 12 sm, f. í prófskurði milli húss III (skála) og
húss IX (skála).
739 Móbergssteinii með boruðu gati, brotinn, mesta haf 10,3 sm. Steinninn er
sams konar og nr. 510 og 511, vidd gatsins er um 1,6 sm. Óvist til hverra
nota. F. í sama stað.
740 Brot af kvarnarsteini, yfirsteini, úr hraungrýti. Mesta haf um 30 sm,
radíus um 22 sm, en brotið á við brotið 747, og hefur steinninn verið um
48 sm í þvermál og augað um 3 sm. Neðra borði steinsins hallar inn að
miðju, sem er óvenjulegt, en augað sýnir svo ekki verður um villzt, að
þetta er yfirsteinn. F. í sama stað. 36. mynd.
741 Brot úr kvarnarsteini, yfirsteini, úr hraungrýti, mesta haf 39 sm. Radíus
að auga er um 19,5 sm, en steinninn hefur verið um 48 sm í þvermál. Við
augað er lítils háttar bryggja, en neðri flöturinn sveigist upp að auganu.
F. í húsi IX (skála).
742 Sörvistala úr gleri, oxyderuð og hvít að lit. Þ. 0,9 sm, þvermál 1,2 sm.
F. í sama húsi, við suðausturhorn.
743 Skxri með sauðaklippulagi, lengd 26 sm. F. í húsi X (jarðhúsi).
744 Klébergsbrot úr potti, mesta stærð 9 sm, þ. 2,5 sm. F. í moldum sama húss.
745 Kalsedónmoli, virðist hafa bráðnað við hita. Mesta stærð 4,2 sm. F. í húsi
IX (bakhúsi).
746 Vikurkol, slípað, mesta stærð 7,2 sm. F. í sama stað.
747 Kvarnarstcinsbrot, á við nr. 740. Þetta er tæplega hálfur steinninn, mesta
haf 43 sm. F. í sama stað. 36. mynd.
748 Brenndur táköggull úr sauðkind, f. í sama stað.
749 Hnífur, lengd 7,4 sm. F. í húsi X (jarðhúsi), sunnarlega.