Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 100
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ari kirkju. Fvrst vil ég nefna gripi þá, sem varðveittir eru á Þjóð-
minjasafni og komu þangað 22. ágúst 1917:
Þjms.
7520: Skari úr stáli. Gamall.
7521: Skarabakki úr járni. Frá síðari hluta 18. aldar.
7522 a-—b: Kaleikur og patína úr silfri. Úr kapellunni á Stóru-Breiðu-
víkurstekk 1790(7).
7523 a—c: Þjónustukaleikur (sóknarkaleikur) með tilheyrandi patínu,
bæði úr tini og saman í renndu hylki úr birki. Lag kaleiksins er
rómanskt. Gripir þessir eru fyrst nefndir í vísitazíu Hannesar
Finnssonar 1779 á tíma síra Jóns Högnasonar.
7524: Svartblár hökull með ásaumuðum ldæðisrósum. Fyrst getið í vísi-
tazíu Brynjólfs Sveinssonar 1645.
7525: Rósofinn altarisdúkur. Getið í visitaziu Jóns Árnasonar 1722(7).
7526: Ófóðraður smádúkur úr rauðu klæði settur látúnskniplingum.
Frá seinni hluta 18. aldar.
7527: Ferhyrndur smádúkur úr sama efni. Frá seinni hluta 18. aldar.
Þessir smádúkar eru trúlega komnir úr kapellunni á Stóru-
Breiðuvikurstekk, og hafa fylgt gripum nr. 7522 a—b. (Sjá
vísitazíu síra Guttorms Pálssonar 1824).
7528: Ferhyrndur korpóralsdúkur úr rauðu atlasksilki beggja vegna og
bryddur svörtu flaueli umhverfis. Fylgdi 1824 kaleik Níelsar
Hendrikssonar. (Frá 1748).
7529, I—II: Renndar altarissúlur úr furu. Gefnar af Níelsi Hendriks-
syni kaupmanni í upphafi 18. aldar.
7530 a—b: Hausar af áðurnefndum altarissúlum. Sami gefandi.
7531: Grafskriftarspjald úr fui’u yfir frú Málmfríði Guðmundsdóttur
(d. 1767), konu síra Jóns Þorlákssonar.
7532: Grafskriftarspjald úr furu yfir Sigríði Jónsdóttur (d. 1775) dótt-
ur síra Jóns Högnasonar og fyrri konu sira Jóns Hallgrímssonar
kapelláns á Hólmum.
7533: Grafskriftarspjald yfir stud. theol. Vigfús Jónsson (d. 1779), son
síra Jóns Högnasonar. Letur á islenzku, latínu og grisku. Tvær
seinni töflurnar eru gefnar árið 1806.
7534 a—b: Söngtafla og talnastokkui', bæði frá 1808.
7535: Prédikunarstóll úr furu. Gefinn af Marteini Nielssyni kaupmanni
árið 1682.
7536 a—b: Kniplingar úr gylltum látúnsvír af altarisklæði eða hökli
frá 18. öld.
Næst greini ég frá gripum, sem varðveittir eru í Búðareyrarkirkju
við Reyðarfjörð og hafa komið þangað, er kirkjan var byggð 1910.
Allir gripir frá seinni hluta 19. aldar, þar sem ekki er getið um gef-
anda, eru tillagðir af staðarhaldaranum síra Hallgrími Jónssyni.
1. Tveii' altarisstjakai' af nýsilfri frá 1867.
2. Tveir koparstjakar frá 18. öld. Líklega gefnir af síra Jóni Þorlákssyni um
1748(7).