Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 101
HÓLMAKIRKJA OG REYÐARFJARÐARKAUPMENN
101
3. Kaleikur og patína úr gullhúðuðu silfri, gefin árið 1708 af kaupmönnunum
Jakobi Nielsen og Níelsi Hendrikssyni. Endurbættur 1968 af Paul Oddgeirs-
syni gullsmið í Reykjavik.
4. Altariskanna af nýsilfri frá 1867.
5. Skírnarsár úr tini ásamt stöpli. Sárinn frá miðri 18. öld.
6. Altarisklæði úr rauðu fínu klæði með gullvírborða og krossi í miðju. Frá
1865.
7. Samstæður hökull frá 1865.
8. Altaristafla með útlenzku verki, sem lýsir himnaför frelsarans með engla-
myndum allt um kring í bakgrunni. Frá 1862.
9. Söngtafla frá 1864, gefin af Ludvig Popp verzlunarstjóra.
10. Ljósakróna með átta örmum, keypt til kirkjunnar 1866.
11. Klukka frá 1685, gefin af Marteini Níelssyni kaupmanni.
12. — frá 1714, gefin af Frederich P. Holst yfirkaupmanni.
Þá er loks að nefna gripi í Eskifjarðarkirkju, sem þangað hafa
komið árið 1900.
1. Tveir koparstjakar á altari úr kapellunni á Stóru-Breiðuvíkurstekk fró
1790.
2. Korpóralsklútur frá 1865.
Af þessu má sjá, að enn eru varðveittir nokkuð margir gripir úr
hinni gömlu Hólmakirkju. Hinir elztu þeirra komast á skrá 1645, hinir
yngstu 1867. Samtals eru þetta 31 númer. Af þeim eru með vissu tvö
númer frá 17. öld (prédikunarstóll og klukka); frá 18. öld eru 15
númer og frá 19. öld 11 númer. Þar að auki eru þrír gripir af óvissum
aldri, en mjög gamallegir: hökull (Þjms. 7524), skari (Þjms. 7520)
og þjónustukaleikur og patína (Þjms. 7523).
Við nánari athugun komst ég að eftirf arandi: 1) Flestir hinna elztu
gripa, sem varðveittir eru úr Hólmakirkju, eru frá tímum feðganna
síra Guttorms Sigfússonar og síra Jóns Guttomssonar, sem samtals
þjónuðu Hólmum í 64 ár (1667—1731). 2) Prestarnir gefa nokkuð til
kirkjunnar, en einkum er hlutur einokunarkaupmanna við Reyðar-
fjarðarverzlun stór. 3) Meðal þessara kaupmanna voru einkum tveir,
sem ég staldraði við. Þeir hétu Marteinn Níelsson og Níels Hendriks-
son. Þessir tveir höfðu gefið töluvert til kirkjunnar á sínum tíma, og
vaknaði hjá mér löngun til að kynnast mönnum þessum töluvert bet-
ur. Allar þessar staðreyndir bentu mér á það, að á þessum tíma höfðu
einokunarkaupmenn við Reyðarfjörð mjög vinsamlegt samstarf við
prestana á Hólmum. Freistaði þetta allt saman nánari könnunar
bæði hérlendis og erlendis. Niðurstaða þessarar rannsóknar liggur
hér fyrir. En það skal sagt þegar í upphafi, að gripir þeir, sem hér