Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 103
HÓLMAKIRKJA OG REYÐARFJARÐARKÁUPMENN
103
og er þess getið hér því að Bótólfsnafnið gekk í arf til sona Marteins
kaupmanns. Úr móðurættinni er talið að hann hafi haft hinn mikla
trúaráhuga, sem m. a. birtist í bókmenntaþýðingum hans. Ungur að
árum gekk Marteinn í þjónustu Peder Pedersens Islandskaupmanns
og borgarstjóra, sem m. a. hafði á leigu Berufjörð og Reyðarfjörð á
árunum 1662—69. Fyrir Peder Pedersen fór Marteinn í ferðalög til
Suður-Evrópu og dvaldi einkum í Lissabon. Er hann kom alkominn
þaðan til Danmerkur kom hann við á Helsingjaeyri, sem þá var her-
numin af sænskum, og var Marteinn tekinn þar til fanga, en var
síðan látinn aftur í hendur Dana í skiptum fyrir sænska fanga. Þetta
var um það leyti sem borgarar Kaupmannahafnar björguðu borg-
inni úr umsátri Svía undir forystu Islandskaupmanna, og hjálpuðu
konungi þannig til einveldis. Síðan fór Marteinn sem kaupmaður til
Islands, fyrst í þjónustu Bartholomæusar Jensen (d. 1697), síðar
borgarstjóra, er verzlaði á Vopnafirði og víðar, síðar á eigin vegum.
Árið 1665 gekk hann í gildi íslandskaupmanna í Höfn. Stundaði hann
síðan einkum verzlun á Reyðarfirði.
Þann 3. marz var Marteinn settur í embætti sem borgarráðsmaður
í Kaupmannahöfn, og þá um vorið sigldi hann til Reyðarfjarðar með
prédikunarstól í Hólmakirkju, og er sá stóll ennþá til. Sem borgar-
ráðsmaður var hann af konungi sínum skipaður í ýmsar nefndir til
þjónustu við borgarbúa. Tókst honum með árunum að verða fjarska
vel efnaður á verzluninni við Austfirðinga. Árið 1685 gaf hann
Hólmakirkju klukku, sem enn er í notkun. Marteinn var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Aðalheiður Diðriksdóttir, dóttir tollheimtumanns
nokkurs á Helsingjaeyri og dó hún barnlaus 7. maí 1693. Hann giftist
aftur 23. ágúst 1693 Magdalenu Bornemann dóttur Cosmusar Borne-
manns, prófessors og borgarstjóra. Eignuðust þau tvo syni: Cosmus
Budolph (1695—1712) og Morten Budolph (1697—1725). Við hinn
síðarnefnda er kennd „Budolphi Stiftelse“ í Kaupmannahöfn, en til
hennar lagði hann í upphafi með erfðaskrá 4000 ríkisdali. Eftir
dauða Marteins (1696) gekk Magdalena að eiga Frans Thestrup, síð-
ar biskup í Álaborg.
Það er sennilega Marteinn Níelsson, sem er yrkisefni síra Bjarna
Gissurarsonar (um 1621—1712), þegar hann um þetta leyti yrkir
um einokunarverzlunina í ljóðabréfum til dætra sinna og vina. Hann
yrkir 1681:
„Fiskilítið segir sveit
af sjánum vera enn Jiá.